Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 5
Magnús Kjartansson þar með sé ævistarfið hafið og áratuga tengsl hans við Þjóðviljann. I áðurnefndu viðtali var þeirri spurningu beint til hans, hvernig honum hefði sjálfum fundist samvinnan við blaðið eftir að hann varð þingmaður, og svar hans var einfaldlega: „Eg hef aldrei átt neina samvinnu við Þjóðviljann, hann hefur verið hluti af mér og ég af honum, nema þau ár sem ég hef dvalist á sjúkrahúsi eða í stjórnarráði.“ Hann hafði frá unga aldri verið mikill áhugamaður um stjórnmál og ákveðinn sósíalisti, en þegar hann varð starfsmaður Þjóðviljans kom brátt í ljós að sem póli- tískur ritstjóri var hann fjölþættum kostum búinn. Forystugreinar hans, ritgerðir um stjórnmál almennt eða brennandi deilumál dagsins vöktu athygli miklu stærri hóps lesenda en þess sem að jafnaði leggur á sig að fylgjast með dægurþrasinu. Þó verða Austragreinarnar væntanlega lengst í minnum hafðar, enda ber flestum sem muna þá tíð saman um að ekki hafi í annan tíma verið beittari penni á ferð í íslenskri stjórnmálaumræðu, óvæginn oft á tíðum, leiftrandi af hugmyndaauðgi, kryddaðri ýmist með góðlátlegri glettni eða nístandi háði. Lesendur Þjóðviljans opnuðu blaðið með eftirvæntingu á hverjum morgni: Hvað skyldi Austri segja í dag? Og það brást ekki, alltaf eitthvað nýtt, aldrei endurtekning, eitthvað athygl- isvert, stundum eitthvað allsendis óvænt sem átti þó skilið að vera efst á baugi, ný hlið á gömlu máli, oft bráðskemmtilegur útúrdúr eða spreng- hlægileg skrýtla, en samt — alltaf fá orð í fullri meiningu, og ævinlega hitt í mark. Þannig var Austri, og honum verður lengi við brugðið. Magnús var kosinn á þing 1967 og gerðist þar umsvifamikill, eins og vænta mátti um mann, sem hafði sívakandi áhuga á flestum vandamálum samfélagsins og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. í kosningum fjórum árum síðar breyttust hlutföllin í styrkleika stjórnmálaflokkanna svo mjög að stjórnarskipti urðu og var Magnús þá skipaður ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála og einnig iðnaðar- og orkumála. Það fyrsta sem skráð er í Stjórnartíðindi eftir að vinstri stjórnin settist að völdum eru bráða- birgðalög hans um hækkun bóta almannatrygginga. Allt tryggingakerfið var endurskoðað, m. a. með það fyrir augum að greiðslur til aldraðs fólks og öryrkja yrðu hækkaðar svo, að þær nægðu til framfærslu. „Það var gaman að fylgjast með því hvað Magnús var öruggur og harðskeyttur þegar hann var að sækja rétt bótaþega í ríkisstjórn og á Alþingi,“ segir 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.