Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 63
Níundi áratugurinn
únistastjórnirnar í Austur-Evrópu. Þær geta haldið því fram að ýmsar kröfur
Sovétmanna hafi tafið fyrir efnahagsþróun i löndum þeirra, en Sovétmenn
buðu á sínum tíma hráefni á svokölluðu „pólitísku verði“ í staðinn. Fari
Sovétstjórnin að hrófla við þessari skipan mála án þess að huga að hagsmunum
viðskiptaaðila sinna er öllu kerfinu hætt, segir Feher. Og hann heldur áfram:
Austur-evrópskar ríkisstjórnir reyna að auka þrýsting sinn á sovéska leiðtoga
með því að vekja upp draug komandi „gagnbyltingar", fari efnahagsástandið
síversnandi vegna einhliða hagkvæmnisbreytinga í efnahagslífi Sovétríkjanna.
Harðskeytt stríð í þessa veru er í raun hafið milli Rúmeníu og Sovétríkjanna. Sú
staðreynd styður enn röksemdir Austur-Evrópumanna, að Rússland getur veitt
efnahagslegar ,,blóðgjafir“ til skamms tíma, getur hjálpað minni efnahagsein-
ingum á borð við Kúbu til lífsviðurværis, en hefur hreinlega ekki bolmagn til
að endurskipuleggja heima fyrir og halda samtímis stórum Austur-Evrópu-
löndum uppi á stigi sem nálgast Vestur-Evrópu og sem ibúar þessara landa
vilja búa við, 35 árum eftir stríð. Loks er óhjákvæmilegt að opin félagsleg átök
brjótist út í vissum löndum á níunda áratugnum, til að koma á einhverju
lágmarki af pólitískum plúralisma (fjölhyggju). Þó að menn búist almennt við
sprengingu í Júgóslavíu, einkum eftir dauða Títós, leikur í mínum huga lítill
vafi á því að Pólland er líklegt til að njóta aftur þess vafasama heiðurs að verða
heimssöguleg þjóð: miðpunktur komandi ofviðris.
Tvísýna í Pðllandi
Enginn þeirra þátta sem hér hefur verið minnst á er sérfræðingum, eða jafnvel
glöggum lesendum tímarita, nýr. Það er samspil þeirra sem athygli vekur. í
fyrsta lagi býr fjölmenn evrópsk þjóð í Póllandi — 33 milljónir íbúa með
rúmlega 300 þúsund manna her. Þó svo að sovéski herinn eigi sér enga
hliðstæðu i Evrópu getur Sovétstjórnin ekki brugðist við uppreisn í pólska
hernum með takmarkaðri „lögregluaðgerð" eins og í Ungverjalandi 1956 eða
Tékkóslóvakíu 1968. I öðru lagi er Pólland það land þar sem félagsleg óánægja
braust ekki aðeins fram opinberlega, heldur náði líka langt út fyrir raðir
menntamanna: hér virðist verkalýðsstéttin vera komin á óstöðvandi hreyfingu.
Sviðið minnir óhugnanleg á sósialíska mynd aldamótanna af öreigabyltingu —
eða að minnsta kosti upphaf hennar. Á þessu stigi málsins eru pólskir verka-
menn ekki að berjast fyrir beinu lýðræði eða pólitískum plúralisma (það virðist
hafa breyst síðan greinin var skrifuð, aths. þýðanda), heldur fyrir miklu tak-
markaðri 19. aldar ávinningum sem þeir misstu við hina „sósialisku frelsun":
309