Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
ljós, helzt sem hreyfast uppi í loftinu sem gera allt svo dularfullt og skrítið
einhvernveginn, þar vildi ég vera. Hér er allt svo blátt áfram og ómýstískt,
hér er allt svo afdráttarlaust. Það vantar þetta seiðandi og dularfulla. Svo
ætti að vera annar salur með mörgum básum. Eða svona litlum her-
bergjum í röð og bambusveggir á milli, kínverskir lampar og tælandi
músík.
Já, segir hún himinlifandi.
Já já já. Og svo færðu ekki martröð árið eftir án þess að hafa endalausa
röð af svona rauðum silkiblússum með silfurlitaða pjáturspennu á skón-
um, hangandi utan í þér með þetta hjartakremjandi fiðluvæl upp í eyranu
á þér og kvenskó upp úr öllum vösum og kampavín lekandi úr þeim svo
þú getir drukknað í heilt ár á hverri nóttu.
Maðurinn leikur eftir þessum sígaunum meðan hann talar einsog hann
sé að stjórna hundaballett.
Æ ég er búin að missa eitthvað úr sálinni á mér, segir hún þessi unga
stúlka, og strýkur ljósan lokk yfir annað augað og einblínir á manninn
með hinu: það sem ég sízt mátti missa. Svo leitar hún að einhverju til að
spegla sig, svipinn á sér til að ganga úr skugga um hvort hann sé réttur,
hvort hann hæfi þessari yfirlýsingu. Hún finnur ekkert nema teskeiðina.
Og sér andlit sitt einsog litla afskræmda möndlu, og horfir lengi heilluð á
þá spillingu fegurðarinnar sem hún vissi hún ætti, og naut þess að vita
manninn sjá.
. . . Eg er að hugsa um að fara að auglýsa í blaði eftir manni, segir hún
og opnar glufu i hárinu til þess að geta sökkt hinu auganu líka í sál
mannsins andspænis henni.
Auglýstu þá eftir ryksugu líka, segir hann.
Eg vildi ég ætti peninga líka, segir stúlkan: nóg af peningum. Til að
geta keypt mér stórt hús við veginn sem liggur meðfram sjónum, og séð
bátana koma inn. Og heyra vélarnar í frystihúsinu allan sólarhringinn.
Kannski skip blása úti í þoku og kalla á lóðsinn. Og finar gardinur og
mublur. Rúm með himni yfir. Og stól til að hafa við gluggann, og
kaktusa. Nóga peninga. Það vildi ég. Og til að geta mútað Alþingi
Islendinga, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Mútað þeim til að
skera mann í sundur. í marga parta. Einn mann. Og hvíslar: einn mann.
300