Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 24
Tímarit Má/s og menningar
Eldflaugarnar eiga að ferðast hvíldarlaust úr einum skotturni i annan þannig
að andstæðingurinn eigi aldrei að vita hvar á svæðinu flaugin sé niðurkomin.
Ein MX-flaug með 10 kjarnaoddum mun búa yfir meiri sprengimætti en allar
þær sprengjur sem notaðar voru í annarri heimsstyrjöld og Kóreustríðinu
samanlögðum.9
SIPRI hefur áætlað að um áramótin 1980 hafi Bandaríkjamenn átt u. þ. b. 9-200
langdræga kjarnaodda, þ. e. kjarnaodda á langdrægum eldflaugum, langdræg-
um orrustuflugvélum og kafbátum. Sovétríkin eigi u. þ. b. 6.000. I viðbót eru
um 40—50.000 meðaldrægir kjarnaoddar. Þeir eru ekki eins færir um að hæfa
hernaðarlega mikilvæg skotmörk á landsvæði andstæðingsins. Magn varabirgða
risaveldanna er ekki þekkt.
Um leið og birgðir kjarnorkuvopna aukast verður hver einstakur kjarnaoddur
fullkomnari og hittnari. Nýir tölvustýrðir kjarnaoddar munu gera Minuteman
III-flaugina enn hittnari en áður, en hún er fyrir fullkomnasta langdræga
eldflaug Bandaríkjamanna. Hún dregur allt upp i 12—13.000 kílómetra (7000
sjómílur) og mun geta hæft skotmark sitt innan 200 metra geisla. Hin áætlaða
MX-flaug með 10 óháðum, sjálfstýrðum oddum mun geta hæft öll skotmörk
sín með aðeins nokkurra tuga metra frávikum. Frávik Stýriflauganna
verða aðeins u. þ. b. 25 metrar.
Með þessum tæknilegu „umbótum" munu Bandaríkin í náinni framtíð hafa
möguleika til forskotsárásar á Sovétríkin. Þar með gæti verið komið upp
alvarlegt ójafnvægi í vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna, Bandaríkjamönnum í
hag. Jafnvel þótt miðunarnákvæmni sovéskra langdrægra eldflauga sé líka
ógnvekjandi, frávik 400—600 metrar, mun það taka Sovétmenn nokkur ár að
gera flaugar sínar jafn hittnar og þær bandarísku eru. Geta Sovétmenn horft á
slíkt með hendur í skauti? Afleiðingarnar gætu orðið ískyggilegar. Að minnsta
kosti mun þetta hafa í för með sér stóraukið vígbúnaðarkapphlaup.10
Ný kjarnorkuvopnastefna
Kjarnorkuvopnastefna Bandaríkjanna varð eitt meginatriði kosningabarátt-
unnar eftir að tilkynnt hafði verið að Carter hefði ákveðið „nýjar“ stjórnreglur
um notkun kjarnorkuvopna. Upplýsingar voru látnar berast til dagblaða um
svonefnd fyrirmæli nr. 59. Meðan á kosningabaráttunni stóð hafði mótfram-
bjóðandinn, Reagan, ráðist harkalega á Carter fyrir að vera „linur“ gagnvart
Sovétríkjunum. Hinar „nýju stjórnreglur" fyrirmæla nr. 59 eru svar við slíkum
áburði. Af þeim má ráða að Bandaríkin séu tekin að víkja frá meginreglu
270