Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 58
Tímarit Aiá/s og menningar
Austur-Evrópu. Til að skilja hvað átt er við með orðalaginu „rúin öllu trausti"
er óhjákvæmilegt að ræða þær breytingar sem orðið hafa á þessu svæði á áttunda
áratugnum.
Helstu pcettir próunarinnar síðasta áratug
Fyrst er þess að geta að nú hafa menn gefið upp nær alla von um „umbætur að
ofan“. Stalín dó aðeins líkamlega 1953. Hann háði sitt dauðastríð á „leyni-
fundinum“ á 20. þingi sovéska kommúnistaflokksins og á götum Búdapest
1956. A sama hátt hvarf krúsjofisminn, í mynd vona um „umbæturað ofan“ og
óljósra framtíðarsýna, ekki strax eftir að aðalritaranum var steypt í október 1964
— hann leið ekki undir lok fyrr en 1968 með innrásinni í hina krúsjofísku
Tékkóslóvakíu. Lenínískir andstöðumenn (Bahro og Medvedev) njóta þess
vafasama heiðurs að keppast hetjulega við það sem ómögulegt er, þ. e. að halda
lífi í krúsjofismanum hugmyndafræðilega og með algerlega úreltu orðavali.
„Andstöðulenínistar“ eru ekki bara íhaldsamir heldur líka óþarfir: sá marg-
ívitnaði venjulegi maður lærði slna lexíu án hjálpar þeirra. 1970 vissu pólsku
verkamennirnir hvenær þeir ættu að láta staðar numið áður en Sovétmenn
gerðu innrás, jafnvel þegar skothrinur lögreglunnar höfðu hrakið þá á barm
örvæntingar. Verkamenn lærðu af því sem gerðist í Tékkóslóvakíu 1968. Þeir
vita að þeir geta svarað fyrir sig, en þeir geta ekki endurbætt ósveigjanleg og
óforbetranleg stjórnvöld. Ég ætla ekki að halda fram einhverju „félagslegu
tregðulögmáli": öll röksemdafærsla min miðar að hagkvcemum og takmörkuðum
en jafnframt raunverulegum breytingum. Ég vil aðeins andmæla þeim hátt-
stemmdu díalektísku draumsýnum (sem ég átti mér sjálfur á sjöunda áratugn-
um) sem fela í sér að maður geti breytt öllu þó að allt haldist, a. m. k. pólitískt,
óbreytt.
I öðru lagi er þess að geta sem kann að hljóma undarlega að andstaðan varð
þáttur í innri gerð samfélagslífs Austur-Evrópu á áttunda áratugnum. Styrkur
hennar er auðvitað mismikill eftir löndum. Hún er alls staðar kúguð og hún
hefur nánast ekkert leiðandi hlutverk í félagslegum átökum. Það dregur þó ekki
úr mikilvægi hennar, því þetta er nú einu sinni hlutskipti allrar andstöðu sem
býr við harðstjórn sem ekki byggist beinlínis á þjóðarmorði (þ. e. sem ekki er
hitlerísk eða stalínísk). Það þarf ekki að taka fram fyrir þá sem þekkja lenín-
ismann hvílíkt hneyksli tilvist opinnar andstöðu er. Ennfremur getur slík
andstaða stundum náð út fyrir þá menntamannahópa sem eru vermireitur
„frjálsrar hugsunar" og tilvist hennar þar með fengið aukið vægi, svo sem á
304