Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 63
Níundi áratugurinn únistastjórnirnar í Austur-Evrópu. Þær geta haldið því fram að ýmsar kröfur Sovétmanna hafi tafið fyrir efnahagsþróun i löndum þeirra, en Sovétmenn buðu á sínum tíma hráefni á svokölluðu „pólitísku verði“ í staðinn. Fari Sovétstjórnin að hrófla við þessari skipan mála án þess að huga að hagsmunum viðskiptaaðila sinna er öllu kerfinu hætt, segir Feher. Og hann heldur áfram: Austur-evrópskar ríkisstjórnir reyna að auka þrýsting sinn á sovéska leiðtoga með því að vekja upp draug komandi „gagnbyltingar", fari efnahagsástandið síversnandi vegna einhliða hagkvæmnisbreytinga í efnahagslífi Sovétríkjanna. Harðskeytt stríð í þessa veru er í raun hafið milli Rúmeníu og Sovétríkjanna. Sú staðreynd styður enn röksemdir Austur-Evrópumanna, að Rússland getur veitt efnahagslegar ,,blóðgjafir“ til skamms tíma, getur hjálpað minni efnahagsein- ingum á borð við Kúbu til lífsviðurværis, en hefur hreinlega ekki bolmagn til að endurskipuleggja heima fyrir og halda samtímis stórum Austur-Evrópu- löndum uppi á stigi sem nálgast Vestur-Evrópu og sem ibúar þessara landa vilja búa við, 35 árum eftir stríð. Loks er óhjákvæmilegt að opin félagsleg átök brjótist út í vissum löndum á níunda áratugnum, til að koma á einhverju lágmarki af pólitískum plúralisma (fjölhyggju). Þó að menn búist almennt við sprengingu í Júgóslavíu, einkum eftir dauða Títós, leikur í mínum huga lítill vafi á því að Pólland er líklegt til að njóta aftur þess vafasama heiðurs að verða heimssöguleg þjóð: miðpunktur komandi ofviðris. Tvísýna í Pðllandi Enginn þeirra þátta sem hér hefur verið minnst á er sérfræðingum, eða jafnvel glöggum lesendum tímarita, nýr. Það er samspil þeirra sem athygli vekur. í fyrsta lagi býr fjölmenn evrópsk þjóð í Póllandi — 33 milljónir íbúa með rúmlega 300 þúsund manna her. Þó svo að sovéski herinn eigi sér enga hliðstæðu i Evrópu getur Sovétstjórnin ekki brugðist við uppreisn í pólska hernum með takmarkaðri „lögregluaðgerð" eins og í Ungverjalandi 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968. I öðru lagi er Pólland það land þar sem félagsleg óánægja braust ekki aðeins fram opinberlega, heldur náði líka langt út fyrir raðir menntamanna: hér virðist verkalýðsstéttin vera komin á óstöðvandi hreyfingu. Sviðið minnir óhugnanleg á sósialíska mynd aldamótanna af öreigabyltingu — eða að minnsta kosti upphaf hennar. Á þessu stigi málsins eru pólskir verka- menn ekki að berjast fyrir beinu lýðræði eða pólitískum plúralisma (það virðist hafa breyst síðan greinin var skrifuð, aths. þýðanda), heldur fyrir miklu tak- markaðri 19. aldar ávinningum sem þeir misstu við hina „sósialisku frelsun": 309
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.