Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 96
Tímaril Máls og menningar
— Já, í mörg ár.
— En hvað ?...
— Hann fór að drekka.
— Það eru margir læknar sem gera það.
— Hann var kominn í pillurnar.
— Margir læknar gánga fyrir pillum.
— Hann var byrjaður að sprauta sig . . .
— Var það alvarlegt?
Níls gróf eftir flöskunni og þurrkaði moldina af stútnum áður en hann
rétti mér hana.
— Nóg til þess að hann varð að maðki. Einn morguninn þegar ég
vaknaði lá hann á dýnunni sinni og var orðinn kaldur. . . ég náði ekki
penslinum úr hendinni á honum . . . það var ekkert annað hægt að gera
en að kalla á sjúkrabíl. . . blátt ljós og babú. Þegar búið var að jarða hann
fór ég híngað og fékk vinnu i kirkjugarðinum . . . ég hef varla drukkið
síðan, eða í það minnsta hef ég mætt í vinnuna á hverjum degi. Bárður
hefur í raun og veru bjargað lífi mínu tvisvar sinnum . . .
— Atti hann fjölskyldu?
— Já, hann átti konu og þrjú börn . . . bjó í fínu einbýlishúsi úti í
Albertslundi. En konan fór frá honum þegar hann missti réttindin. Þá
byrjaði hann að mála, þá var hann loksins orðinn frjáls . . . Frjáls. Bárður
talaði mikið um frelsið. Eitt málverk eftir hann sýnir gáskafullan únglíng
hlaupa úti í skógi og veiða fiðrildi í framréttar hendur sínar. Sumir sögðu
að þessi mynd táknaði frelsið. En Bárður var á öðru máli. Þegar fiðrildið
sleppur úr greip únglíngsins og flýgur út úr málverkinu, þá getum við
talað um frelsi, sagði hann. Þannig kenndi Bárður að frelsi fyrir einum
væri sama og ánauð fyrir öðrum. Þetta er skrítið orð, Íslendíngur. Þótt
það spanni allt það sem kærast þykir hefur ekkert orð á samvisku sinni
meiri hörmúngar. Hvarvetna er þjáníngin fylgifiskur þess, og undir
frelsisfánum hefur mannkynið horft á heilar þjóðir þurrkaðar út eins og
óþörf blýantstrik í heimsmyndinni. I nafni frelsis hafa borgir verið
jafnaðar við jörðu . . . og yfir fljúga ernir og horfa á brostin augu í
húsarúst sem bera þess vitni að styttra er frá frelsi til þjáníngar en milli
vinstri og hægri handar. Þannig er nú það Íslendíngur. Hefurðu hugleitt
342