Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 20
Tímarit Máls og menningar Um þýska nóbelsskáldið Thomas Mann hefur verið komist svo að orði að ævistarf hans hafi falist í sífelldri leit að frum-formum og frum-reglum lífsins, leit að hinu tímalausa „skema“ sem mannlífið virðist hafa tilhneigingu til þess að mótast eftir.2 Þetta viðhorf mætti allt eins nefna leit að hinu varanlega í tilvist mannsins, leit um leið að þeim þáttum og innviðum mannlífsins sem kalla mætti ekta og sanna. Hin stöðuga návist spurningarinnar um manninn í verkum Halldórs Laxness vekur þann grun að ummælin um Thomas Mann gætu farið hans verkum allt eins vel. Bókmenntafræðinga sem kannað hafa verk Halldórs Laxness greinir ekki á um samspil hins sérstæða og hins algilda í verkum hans. Þannig segir Peter Hallberg: „íslenzkt fiskiþorp eða íslenzkur bóndabær endurspeglar heiminn".3 En um leið og hið sérstæða endurspeglar hið algilda er skáldverkið komið inn á landareign spurningarinnar um hið varanlega í tilvist mannsins. Því er það áreiðanlega ekki að óyfirveguðu máli sem þýski bókmenntafræðingurinn Wil- helm Friese segir: „í verkum Laxness er frá upphafi fjallað um hinar ævafornu og þó síungu spurningar: hver er maðurinn, hver er tilgangur tilvistar hans.“4 En þegar stórt er spurt verður ekki alltaf mikið um svör, enda er það ekki ætlun rithöfunda eins og Halldórs Laxness að nota verk sín sem farveg ákveðins boðskapar í þrengri merkingu þess orðs. Nær væri að líta svo á að þeir ætluðu skáldskapnum sjálfum sem slíkum að ljúka upp svörum og að þau blundi i mannlífinu sjálfu. Þess vegna getur séra Jón prímus fundið lífi sínu öruggt skjól í sköpunarverkinu sjálfu og sagt: „Eg tek það gilt.“5 Að hans skilningi þarf maðurinn ekki að bíða eftir boðskap utan úr geimnum eins og Godman Sýngmann gerir, heldur er lausnin fólgin í og búandi í sjálfu sköpunarverkinu, tilverunni sjálfri, því er tal hans um liljur vallarins eins og viðlag allt verkið út í gegn. En hins vegar þarf skáldskapinn til þess að opna sköpunarverkið, ljúka upp hinum leysandi svörum, og því segir séra Jón prímus einnig þetta: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni“.6 Og hér minnir hann óneitan- lega á Ólaf Kárason þótt áratugir skilji þessi verk að. Ólafur segir: „Skáldskap- urinn er endurlausnari okkar allra“ (II, 199); oftar en einu sinni endurtekur Ólafur þessa setningu. Skv. þessu viðhorfi hefur tilveran sjálf fólginn í sér lykilinn að sönnum skilningi á tilveru mannsins. Halldór Laxness hefur sett fram þá skoðun að heimur skáldsögunnar sé heill, óháður og sjálfbjarga.7 Skáldsagan lifi sínu eigin lífi, en hún sé ekki ævintýri, hún auki engu við hinn sögulega, lifaða raunveruleika lífsins. Þess vegna getur hann líka haldið því fram að skáldsagan sé í eðli sínu og hafi upphaflega verið eins konar kronika, frásögn af markverðum tíðindum eða 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.