Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 21
Úr heimi Ljósvíkingsins heimildasöfnun um hið lifaða líf. Hvemig svo sem þessi hugsun er orðuð er hér verið að tjá þá skoðun að skáldsagan sé mynd af veruleika mannsins eins og skáldið sér hann. Hún er hvorki meira né minna sönn en hinn lifaði, sögulegi veruleiki, hún er tjáning hans og opnun. Margir eru þeirrar skoðunar að skáldverk, ritað af listrænni snilld og djúpu mannlegu innsæi, sé betur til þess fallið að tjá hinn sögulega veruleika en hin sundurgreinandi vísindi. Tjáning skáldsögunnar er upprunalegri og heildstæðari. Hún er annars konar opnun veruleikans en fræðilegar sundurgreinandi skilgreiningar, hún opnar veruleik- ann á samræmdari og altækari hátt. Hún er texti, en það latneska orð (textus) merkir upphaflega vefur. í þessum vef eru allar uppistöður og allir þræðir fengnir úr lífsreynslu skáldsins og veruleikaskynjun hins menningarlega um- hverfis skáldsögunnar. í framhaldi af þessu mætti segja að skáldsagan Heimsljós væri eins konar mynd hins íslenska veruleika á fyrri áratugum þessarar aldar. Sé litið á pjáningu og fegurdarskynjun sem höfuðþætti lífsmynsturs Ólafs Kárasonar er ekki að undra að Peter Hallberg segi: „Hann minnir stundum dálítið á Krist“, og hann bætir við: „Eftir öllu að dæma hefur það verið Halldóri nærtækt að tengja saman via dolorosa Ólafs og pínu Krists.“8 Svo rétt sem þessi athugun Hallbergs er í stórum dráttum — og undir hana taka bókmennta- fræðingar almennt sem um Heimsljós hafa fjallað — þá ber að draga í efa að fullyrðingin sé grundvölluð á réttan hátt, þar sem Hallberg tekur hér einkum og jafnvel eingöngu mið af þjáningum Ólafs. En lífstilgangur Ólafs er mun dýpri og meiri og ekki verður annað sagt en hann eigi vonina einnig sameiginlega með Kristi og hinum bókmenntalega jesú-gervingi. Lífsmynstur Ólafs Kárasonar verður ekki skilið nema hin tragíska spenna milli þjáninga hans og reynslu hans af veröld fegurðarinnar sé tekin með í reikninginn á réttan hátt. Sama gildir um jesú-gervinginn. En réttilega líkir Hallberg Ólafi hins vegar við hina þekktu sögupersónu Dostojewskijs, Idiotinn eða Afglapann eins og bókartitill þessi hefur verið þýddur á íslensku. Idiotinn er almennt álitinn dæmigerður jesú-gervingur (eða jesú-eftirmyndun) og má þar vitna til orða þýska nóbelsskáldsins Heinrich Böll, er hann segir um þessa bók: „Ég þekki enga betri framsetningu á Jesú í bókmenntunum.“9 Dostojewskij mun einnig hafa stefnt að því með þessu verki að túlka veruleika Krists meðal samtíma síns í rússnesku samfélagi kringum 1870. Idiotinn er með öðrum orðum jesú-gervingur vegna innihaldslíkingar sinnar við Jesúm frá Nazaret. Hugtakið jesú-gervingur varpar nokkru ljósi til skilnings á hinu íslenska alþýðuskáldi. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.