Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Blaðsíða 21
Úr heimi Ljósvíkingsins
heimildasöfnun um hið lifaða líf. Hvemig svo sem þessi hugsun er orðuð er hér
verið að tjá þá skoðun að skáldsagan sé mynd af veruleika mannsins eins og
skáldið sér hann. Hún er hvorki meira né minna sönn en hinn lifaði, sögulegi
veruleiki, hún er tjáning hans og opnun. Margir eru þeirrar skoðunar að
skáldverk, ritað af listrænni snilld og djúpu mannlegu innsæi, sé betur til þess
fallið að tjá hinn sögulega veruleika en hin sundurgreinandi vísindi. Tjáning
skáldsögunnar er upprunalegri og heildstæðari. Hún er annars konar opnun
veruleikans en fræðilegar sundurgreinandi skilgreiningar, hún opnar veruleik-
ann á samræmdari og altækari hátt. Hún er texti, en það latneska orð (textus)
merkir upphaflega vefur. í þessum vef eru allar uppistöður og allir þræðir
fengnir úr lífsreynslu skáldsins og veruleikaskynjun hins menningarlega um-
hverfis skáldsögunnar.
í framhaldi af þessu mætti segja að skáldsagan Heimsljós væri eins konar
mynd hins íslenska veruleika á fyrri áratugum þessarar aldar.
Sé litið á pjáningu og fegurdarskynjun sem höfuðþætti lífsmynsturs Ólafs
Kárasonar er ekki að undra að Peter Hallberg segi: „Hann minnir stundum
dálítið á Krist“, og hann bætir við: „Eftir öllu að dæma hefur það verið Halldóri
nærtækt að tengja saman via dolorosa Ólafs og pínu Krists.“8 Svo rétt sem þessi
athugun Hallbergs er í stórum dráttum — og undir hana taka bókmennta-
fræðingar almennt sem um Heimsljós hafa fjallað — þá ber að draga í efa að
fullyrðingin sé grundvölluð á réttan hátt, þar sem Hallberg tekur hér einkum og
jafnvel eingöngu mið af þjáningum Ólafs. En lífstilgangur Ólafs er mun dýpri
og meiri og ekki verður annað sagt en hann eigi vonina einnig sameiginlega með
Kristi og hinum bókmenntalega jesú-gervingi. Lífsmynstur Ólafs Kárasonar
verður ekki skilið nema hin tragíska spenna milli þjáninga hans og reynslu hans
af veröld fegurðarinnar sé tekin með í reikninginn á réttan hátt. Sama gildir um
jesú-gervinginn.
En réttilega líkir Hallberg Ólafi hins vegar við hina þekktu sögupersónu
Dostojewskijs, Idiotinn eða Afglapann eins og bókartitill þessi hefur verið
þýddur á íslensku. Idiotinn er almennt álitinn dæmigerður jesú-gervingur (eða
jesú-eftirmyndun) og má þar vitna til orða þýska nóbelsskáldsins Heinrich Böll,
er hann segir um þessa bók: „Ég þekki enga betri framsetningu á Jesú í
bókmenntunum.“9 Dostojewskij mun einnig hafa stefnt að því með þessu verki
að túlka veruleika Krists meðal samtíma síns í rússnesku samfélagi kringum
1870. Idiotinn er með öðrum orðum jesú-gervingur vegna innihaldslíkingar
sinnar við Jesúm frá Nazaret. Hugtakið jesú-gervingur varpar nokkru ljósi til
skilnings á hinu íslenska alþýðuskáldi.
11