Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 24
Tímarit Máls og menningar hefur vikið á áberandi hátt frá lífsmynstri fyrirmyndar Ólafs Kárasonar, Magn- úsar Hjaltasonar. Þegar Ólafur gengur á jökulinn og bindur þar með enda á líf sitt er hann 33—34 ára, Magnús var hins vegar 43 ára er hann lést úr krabba- meini og gefur tilfærsla þessi áberandi vísbendingu sem ekki þarf að fjölyrða um. Þá má nefna tvö atriði sem þjóna þeim tilgangi að auka þjáningar Ólafs. Fyrst frammi fyrir sýslumanni þar sem Ólafur er bundinn aftan í hross og teymdur þannig milli staða, slíka meðferð fékk Magnús Hjaltason hins vegar ekki í viðureign sinni við sýslumann. Þá eiga þeir það báðir sameiginlegt að hafa sent frá sér sambýliskonuna vegna óbærilegrar sambúðar. í lífi Magnúsar kemur hin sjúka sambýliskona Ingibjörg ekki aftur til hans, sem Jarþrúður gerir hins vegar og verður nánar vikið að því síðar. Fleiri atriði mætti tína til í þeim tilgangi að sýna fram á réttmæti þeirrar fullyrðingar sem kemur fram í dokt- orsritgerð þýska bókmenntafræðingsins Giinter Kötz frá 1966, er hann segir að Laxness hafi vísvitandi valið lífi Ólafs Kárasonar það mynstur, sem á máli bókmenntafræðinnar nefnist jesú-gervingur eða jesú-eftirmyndun.11 Jesú-gervingurinn í ritgerðinni „Inngángur að Passíusálmum", sem Halldór Laxness samdi árið 1932 og endurskrifaði tíu árum síðar, hefur hann sjálfur fjallað um jesú-gerving bókmenntanna á þessa leið: Jesú-gervingurinn er „tákn hins undirokaða, fyrir- litna mannkyns, sem er þó um leið hið æðsta sem við þekkjum, guðdómlegt í eðli sínu.“12 Hann nefnir dæmi um rithöfunda sem hafa notað þetta tákn í verkum sínum eins og Thomas Mann, Sinclair Lewis, Theodor Dreiser og Upton Sinclair. Orðrétt segir skáldið á þessa leið: „Þó eru ef til vill þessi örlög hins útskúfaða, lítillækkaða og hrjáða, en þó um leið hins guðdómlega, túlkuð á tímabærastan og samþjóðlegastan hátt fyrir smekk vorrar aldar í Chapl- ins-gervinu, þannig að segja má, að Chaplin sé hinn týpiski Jesús vorra tíma.“13 Þar sem nefnd ritgerð er samin skömmu fyrir samningu Heimsljóss og endur- skrifuð og endurútgefm skömmu eftir útkomu alls verksins má telja að áhrifa frá skilningi þeim á jesú-gervingnum sem þar kemur fram gæti í persónusköpun Ólafs Kárasonar. Ekki er heldur laust við að nýju sparifötin skáldsins Ólafs Kárasonar, sem hann klæðist er hann fer af stað í fangelsið í Reykjavík, minni ofurlítið á Chaplin-gervið. Sá skilningur á jesú-gervingnum sem fram kemur í ritgerðinni „Inngángur að Passíusálmum“ er rcyndar aðeins ein mynd jesú-gervingsins eins og hann birtist í bókmenntum. Að skilningi Laxness er 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.