Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 30
Tímarit Máls og menningar tveim konum, annars vegar hinni ungu og fögru Aglöju sem hann elskar ekki síður en hún hann. Og hins vegar er svo hin vafasama Nastassja sem hann elskar ekki en giftist af vorkunn, eins og hann segir. En sú vorkunn er upphaf ógæfu hans sem endar með dauða þeirra beggja, auk tveggja vina þeirra. Dulcinea Olafs Kárasonar, Bera, er hin skíra og hreina mynd fegurðarinnar. í vitund Ólafs verður hún æ óraunverulegri og leysist nánast upp og rennur saman við kraftbirtingarhljóminn og sólarljósið. Þvi eru kveðjuorð hennar táknræn er hún segir við Ólaf: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini“ (II, 272 og 280). Tengsl Beru við hugmyndina um kvenmynd eilífðarinnar eru greinileg. Þegar i æskuverki Laxness, Heiman eg fór, sem ritað er 1924 en fyrst gefið út 1952, birtist hugmyndin um kvenmynd eilífðarinnargreinilega, og er hugtakið sjálft sem um er að ræða auk þess ritað á þýsku, sem gefur þá um leið uppruna þess til kynna. Þar segir m.a. á þessa leið: Svala, ég gleymi ekki augum þínum, móðurinni, meynni, eingilmyndinni í augum þínum! Þú komst líkt og sjálf madonna, og einginn, sem viltist í myrkri hefur blessað ljósið meir en ég minníng þína. Hafi ég verið til áður en heimurinn var skapaður, þá hef ég elskað mynd eins og þína, lifandi ímynd desewig weiblichen, helgikonu, sem heimurinn hefur ekki gefið neitt en Guð alt.20 Hér er konan engan veginn andstæðingur Guðs heldur birtist hún sem madonna. Hugmyndin um kvenmynd eilífðarinnar er sterk hjá Göthe og kemur m.a. fram í persónu Gretchen í Fást. En úr verkum Laxness mætti nefna mörg dæmi um þessa hugmynd. Hér skulu tilfærð tvö, hið fyrra úr Kristnihaldi undir Jökli og hið síðara úr Biekkukotsannál. í Kristnihaldi undirjökli segir svo frá hugsunum Umba á einum stað: „Hver em eg að hafa orðið fyrir þeim gjömíngum að rata á mynd sem Göthe leitaði að en fann ekki, kvenmynd eilífðarinnar? ... Höfuðkonur veraldar mæla allar við mig einum munni: María mey með jesúbútinn á hné sér; gullöld grikkja með þvottakonuhnútinn og Venus úr Villensþorpi óbrotin .. ,“21 o.s.frv. í Brekkukotsannál segir: „... ég mundi aldrei framar finna Blæ. Sú ein var í rauninni sorg mín. Ég hafði svikið hina óholdteknu konu; konuna á himnum — „eilífðina í kvenmannslíki“.“22 í Heimsljósi hugsar Ólafur einnig í samræmi við þetta. Þar er ímynd konunnar hátt upphafin er Ólafur hugsar með sjálfum sér: „lifandi form úngrar elskandi konu, það er lykillinn að sjálfri fegurðinni, undir- ómurinn í skáldskap heimsins“ (I, 214). En Ólafur veit jafnframt, og í þeirri fullvissu styrkist hann jafnt og þétt, að kvenmynd eilífðarinnar er aðeins til sem 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.