Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 33
Ur heimi Ljósvíkingsins andstæðra mynda, mildra og hrikalegra, eru það samt því sem næst eingöngu hinar blíðu og mildu hliðar íslenskrar náttúru sem mæta lesandanum í verkum Laxness. Að vísu eru undantekningar og meðal þeirra er barátta Bjarts í Sumarhúsum í hríðinni og einnig upphaf Barns náttúrunnar, þar sem segir frá eldgosi. Lækurinn, heiðin, sólin, lygnt hafið og þögull jökullinn — þetta eru þær náttúrumyndir sem algengastar eru í verkum Laxness. Hér er Heimsljós engin undantekning. Jafnvel jökullinn verður hér tákn fegurðarinnar þar sem hann hvílir þögull í einmana tign hinnar eilíf-hvítu fegurðar. Jökullinn er þekkt tákn úr verkum Halldórs Laxness, ekki síst á það við um Heimsljós og Kristnihald undir Jökli. Segja má að hann sé sérstakt hugtak fyrir verk Halldórs, og mun erfitt að finna sambærilega notkun jökulsins sem tákns í verkum annarra rithöfunda. Fjórði hluti Heimsljóss hefst á lýsingu á jöklinum á þessa leið: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“ (II, 139). Og þegar skáldið ræðir síðar við dóttur hjónanna sem búa við rætur jökulsins, segir hann: „jökulinn byggir guðlegt eðli, þú skalt horfa á hann“ (II, 144). Þarna við rætur jökulsins býr Auminginn, dóttir gömlu hjónanna, hún liggur allan daginn í rúmi sínu. Spegli er komið þannig fyrir á rúmi hennar að hún getur horft á jökulinn allan daginn. ,Jökullinn, það er hennar líf“, segir gamla konan (II, 141). Tvíræðni jökulsins kemur vel fram í Kristnihaldi undir Jökli þar sem segir: „Einkennilegt fjall. Að nóttu þegar sól er affjalla verður jökullinn að kyrlátri skuggamynd sem hvílir í sjálfri sér og andar á menn og skepnur orðinu aldrei sem eftilvill merkir einlægt. Kom dauðans blær.“28 Þannig er jökullinn í senn tákn lífsins og tákn dauðans, hann andar frá sér tvíræðri merkingu sem ýmist merkir sköpun eða eyðing. Hér táknar hann sams konar tvíræðni og kvenmynd eilífðarinnar. Því þatf það ekki að koma á óvart þótt jökullinn í tvíræðni sinni eigi margt sameiginlegt með kvenmyndum þýska nóbelsskáldsins Hermann Hesse, þar sem móðir lífsins er hvort tveggja í senn ginnungagap eilífrar eyðingar og uppspretta eilífrar sköpunar. En ólíkur er hann Snædrottningu H.C. Andersen, þar sem kuldinn og frostið ríkja og að baki þess býr engin von og engin fegurð. í hinum eilíf-hvíta jökli sér Ólafur Kárason endurspeglun hinnar eilífu fegurðar ljóssins, sólarinnar, sem minnir hann einnig á Beru sem sagði honum að hugsa til sín ævinlega þegar hann væri í miklu sólskini. Og þegar kvenmynd eilífðarinnar, Bera, leysist upp í vitund skáldsins verður sólin smám saman hið ráðandi tákn fegurðarinnar í vitund hans. Þar stendur Ólafur 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.