Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 61
Hugmyndafraði Alpýðubókarinnar nytsemishyggjunnar í þeim. Hér er hliðstæðan við sósíalískt raunsæi augljós. Halldór lætur í veðri vaka að aðeins það nytsama geti verið fagurt, sem samsvarar hinu róttækara afbrigði af sósíalísku raunsæiskenningunni, — skv. henni getur aðeins það verk talist gott sem opinskátt fylgir sósíalisma. Það sjónarmið hefur Halldór hins vegar aldrei aðhyllst, og til mótvægis við slíka skoðun má minna á ritdóm hans um Fögru veróld eftir Tómas Guðmundsson árið 1934 (Iðunn XVIII, 116—18), sem var jákvæður þrátt fyrir algera fjarveru sósíalískra sjónarmiða í bókinni. Þarna kemst Halldór svo að orði að fegurðin sé sjálfstæð höfuðskepna, og eru þau orð ósamræmanleg strangri nytsemishyggju á sviði bókmenntamats. Þau atriði í fagurfræði Halldórs í Alþýðubókinni sem nú hefur verið drepið á og varða neikvæða afstööu til skáldverka má taka saman þannig: 1) Halldór vefengir tilverurétt skáldskaparins, hvort heldur sem er á skeiði kapítalismans eða sósíalismans, með því að krefja hann um nytsemi. 2) Til vara ber hann brigður á tilverurétt þess skáldskapar sem ekki er hægt að nefna „þjóðnýtan dáðaskáldskap“ (sem er væntanlega skáldskapur sem er sósíalismanum/ hagvextinum til framdráttar). 3) Halldór dregur gildi þeirra bóka í efa sem meðvitað eru framleiddar af atvinnuhöfundum og þar með meginið af þeim bókmenntum sem samdar eru í nútímasamfélagi. Gerð skáldverka eigi ekki að geta verið sérstakur starfi, enda stuðli slíkt fyrirkomulag ekki að tilurð góðra listaverka. í sérhverju af þessum þrem atriðum koma fram efasemdir atvinnuhöfundar- ins Halldórs Laxness um starfa sinn og það sem nefna má félagslega ákvörðuð sektarkennd höfundarins. Stéttarstaða I lokakafla bókarinnar, sem fjallar um trú, hafnar Halldór trúarbrögðum. Hann telur kristnu goðsögurnar úrelt þekkingarform, þ.e.a.s. táknmál sem nú hljóti að víkja fyrir táknmáli vísindanna. Hann kemur til móts við trúna með því að tala um tvenns konar skynsemi, „raunvísi" (vísindanna) og „trúvísi" (354), en í meginatriðum er hann andvígur kristinni trú og telur hana staðnaða. í loka- hluta ritgerðarinnar koma fram athyglisverð atriði, sem sýna samhengið milli kaþólsku hans og sósíalisma. í því sem áður var sæti guðs situr nú maðurinn. Maðurinn er að sögn Halldórs orðinn nýtt menningarlegt frumtákn í stað guðs. Trú skáldsins á manninn fellur saman við trú hans á lífið, en trúin á manninn táknar yfirleitt það sama og trúin á alþýðuna eða öreigana. Hann segir enn fremur á einum stað að Kristur tákni lífið og sé í þeim skilningi sonur Maríu, 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.