Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 62
Tímarit Máls og menningar sem tákni jörftina. Samkvæmt þessu væri hægt að sýna samband trúarhugtak- anna og samsvarandi vísindalegra hugtaka þannig: guÖ ^ Kristur ^ María maðurinn — lífifi — jöröin Við þetta má bæta að þar sem djöfullinn barðist áður gegn guði berst nú auðvaldið gegn manninum (eða lífinu eða öreigunum). Höfuðatriði i dýrkun Halldórs á manninum er að það verður honum tilefni til að einbeita sér að jarðneskum viðfangsefnum. Þar undir falla landbúnaðarmál (sem hann þó segir mjög skyld guðfræði) og hreinlætismálin. Hann bendir sjálfur sérstaklega á trúarlegar aukamerkingar í þvotti, þar sem hann ræðir um sápuauglýsingu með mynd af stúlku; þessa mynd ber hann saman við maríu- myndir fyrri tíðar (177—85). Báðar eru tákn hreinleikans og gegna ákveðnu söluörvandi hlutverki. Aðalerindið sem Halldór á meðal landa sinna er að kenna þeim að þvo sér. Þetta atriði tengist mjög tvíbentri stéttarstöðu hans sem rithöfundar. Eins og margir kommúnistar upplifir hann sjálfan sig annars vegar sem nemanda al- þýðunnar og hins vegar sem kennara hennar. Hann segist t.d. hafa lært miklu meira af alþýðunni helduren af bókum víðfrægra snillinga sem svo séu kallaðir (43), og hann tilkynnir öreigaæskunni að hún eigi heiminn „með öllu því, sem í honum er“ (275). En oftar ríkir raddblær kennarans: fólk á að bursta í sér tennurnar, þvo sér vel, hugsa um eitthvað annað en „villimannlega saðningu yfirstandanda dags“ (62), þ.e.a.s. hugsa um andleg verðmæti. Það er eins og hann vilji hrósa vinnandi stéttum og hrakyrða þær á víxl. Hann sveiflast á milli þeirrar skoðunar að áður en andlegri menningu verði sinnt sé skylt að brauðfæða hvern einasta mann (enda ákvarði verund vitund) og svo þeirrar skoðunar að andlegar breytingar eigi að fara fram á undan þeim efnalegu (enda fái bækur einhverju til leiðar komið). Þegar Halldór segir í tannburstunaráróðri sínum að hreinn munnur skapi góðan talanda getur maður sér þess til að hugsunin á bak við sé sú að fyrst beri að bæta ytri kjör manna, þá komi andlegu framfarirnar af sjálfum sér. En gagnstæð hugsun er uppi á teningnum þegar hann segir að ameríkanar eyði lífi sínu í strit fyriróæðri (þ.e. efnalegum) verðmætum, og það er einmitt í því samhengi sem hann kallar saðningu yfirstandandi dags villi- mannlega; þar skortir andlega menningu. Því má bæta hér við að þetta vandamál, spurningin um áhrif hins ytra og hins innra, skaut oft upp kollinum á þessum árum. Jónas frá Hriflu kvað ytri kjör engu máli skipta fyrir menningarafrekin samkvæmt röksemdinni: öll bestu 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.