Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 64
Tímarit Máls og menningar afráðið að sinna mannfélaginu í stað þess að einangra sig. Eg get mér þess til að forsenda þeirra umskipta hafi verið vonin um árangur; Halldór ætlaði sér ekki að búa innan um mennina eins og þeir voru, með illa burstaðar tennur o.s.frv., heldur varö að gera þá hreina. Og sá annmarki er á því fyrir hann að snúa aftur til samfélagsins að hann finnur að hæpið er að hann stuðli að hinni miklu uppbyggingu landsins með því að skrifa skáldsögur. Kapítalisminn hefur lengi haft tilhneigingu til að skilgreina listamenn sem afætur og krefjast hagnýts gagns af þeim, rétt eins og austantjaldssamfélagið hefur gert.10 Svar skálds sem gerir strangar siðferðiskröfur til sjálfs sin er að efast um tilverurétt skáldskapar- ins og biðja um þjóðnýtan dáðaskáldskap. Annað vandamál sem listamaður í auðvaldssamfélagi verður að glíma við er spurningin um sölumennsku: á hann að ganga sem lengst til móts við óskir neytenda og tryggja framfæri sitt (og þykjast lýðsinnaður)? Eða telst það ósiðlegt af listamanni að skipta um skoðanir og þegja yfir einhverju sem honum liggur á hjarta ef hann heldur að með því takist honum að bæta eigin hag? Náskylt þessu er að stilla því upp sem tveim andstæðum að skrifa og að lifa. Gúnther Kötz bendir á að þegar Ólafur Kárason gengur upp í jökulinn i lok Heimsljóss er hann að gefast upp á því aö skapa og reynir að lifa listina sjálfur milliliðalaust. Hliðstæða aðgreiningu er víða að finna hjá Halldóri, einkum framan af ferli hans. í grein í Alþýðublaðinu (5/2 1927) kveður hann sumar hagnýtar framkvæmdir síst minni skáldskap en margt það sem hafi verið fest á blað. Þannig telur hann t.d. það hafa verið mikinn skáldskap er Trotski skapaði Rauða herinn. Líkt er hugsað í Alþýðubókinni. í stað þess að lifa lífinu óbeint í gegnum frásagnir af atburðum er betra að hætta skáldskap og snúa sér að því að byggja skóla, reka almenningsbókasöfn o.s.frv. Auðvitað tengist þetta tákn- hugtaki endurspeglunarfagurfræðinnar, sem eiginlega ógildir sköpun höfund- arins og breytir verkinu í afrit. Og allt tengist þetta erfiðleikum listamannsins við að finna sér stað í samfélaginu. Annað dæmi um þennan vanda hjá Halldóri er þegar hann tekur undir þá skoðun, sem algeng var meðal höfunda hér áður, að „framígripum" skáldsöguhöfundarins í atburðarásinni sé ofaukið. Síðar nefndi hann þá rödd sem tjáir þessi framígrip (þ.e.a.s. höfundarpersónuna) „plúsex“. Franski nýnatúralisminn (nýsagan) reyndi að fylgja þessari kenningu út í ystu æsar og var á góðri leið með að losa skáldsöguna ekki bara við höfundarpersónuna heldur einnig við lesenduma.11 Halldór er meðal þeirra höfunda sem hafa rætt um að þeir séu eiginlega verkamenn og hafa lagt á það áherslu hve mikils vinna þeirra krefst. Rithöfund og óbreyttan verkamann má bera saman að því leyti að þeir hafa litla möguleika 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.