Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 66
Tímarit Máls og menningar Þótt mér sé ljóst að sóðaskapur á tíma Alþýðubókarinnar hefur verið geig- vænlegur í landinu finnst mér ástæða til að tala um hreinlætisæði (óhreininda- fælni) hjá Halldóri. íslendingar verða að vera hreinir, þeir verða að þvo sig og skrúbba þangað til þeir eru orðnir hreinir eins og María; það verður að þvo mannkynið hreint af erfðasyndinni, en það þýðir, ef við þýðum yfir á „vísinda- legt“ táknmál Halldórs: losa það við kapítalismann. Það þarf að þvo burtu sekt rithöfundarins sem leigupenna. Með því að úthúða borgarastéttinni reynir Halldór að sanna fyrir sjálfum sér að hann sé ekki háður henni, en hann losnar ekki við þann nagandi grun að hann sé það nú samt, jafnvel þótt honum líðist að „gefa smekk almennings á kjaftinn“. í félagsskap alþýðunnar á hann vart heima fyrr en hún hefur verið þvegin rækilega. En hann dregst að henni þótt skítug sé, rétt eins og Arnaldur að Sölku Völku. Hann vill frjóvga þjóðina með útlendum hugmyndum sínum og upplýsingu, en hann hryllir við sambýli við hana til frambúðar. Afstöðu hans til öreigans og þjóðar sinnar má líkja við ástarhatur.14 Hin veika stéttarstaða höfundarins hefur fleiri tilhneigingar í för með sér. Það er auðsætt að sem þiggjandi getur lærisveinn alþýðunnar (í karlasamfélagi) upplifað sig sem veikan og þá kvenlegan. En hinn upplýsandi kennifaðir og frjóvgari hefur gagnstæða merkingu. Þessi hnit, þ.e.a.s. kynferðislegar auka- merkingar, er sjálfsagt að hafa hugföst þegar maður athugar hina „veiku“ fegurðardýrkun eða árásargjarnan ritstíl. Friðarástin og taóisminn í bókum Halldórs er iðulega holdgerður í konum, oftast gömlum. Á tímum örra efnis- legra framfara, þegar krafist var meiri framleiðni og listamaðurinn átti í vök að verjast gegn þeirri ásökun að hann væri afæta, gat sú staða hæglega komið upp að hann upplifði sig sem ófullgildan karlmann í framleiðslunni. Það árásargjarna í stíl Alþýðubókarinnar er ranghverfan á þessu. Vandamál af líku tagi komu fyrir hjá fútúristunum, sem voru framúrstefnumenn eins og Halldór var um þetta leyti og pólitískt áhugasamir eins og hann. Hugsun Halldórs á þessum tíma markast af skörpum móthverfum. Inn í það dæmi kemur meðal annars skýr siðgæðisvitund hans, sem hefur gert sitt til að hann hugðist taka upp munklífi. í anda kaþólsku, en kannski alveg eins í samræmi við andlegar hræringar upp úrgelgjuskeiði, hneigist Halldór til að sjá konur ýmist sem maríur eða hórur, og á líkan hátt verða skáldin snillingar eða leigupennar o.s.frv. Hann er æskumaður, óþolinmóður um félagslegar framfarir og óbilgjarn, en þessi einkenni ásamt því að hann er menntamaður gera það að verkum að vinstristefna hans ætti að geta fallið ágætlega undir það sem Lenín kallar vinstri róttækni og segir að sé enginn bolsévismi. í því merkingarfræði- 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.