Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 73
Hugmyndafraði Alþýðubókarinnar
bylúngarcldmóÖur og hinsvegaramerísk verkhygni. Stíll Leninismansersameining beggja þessara
sjerkenna í flokks- og ríkisstarfi." (Jósef Stalin: Leninisminn. Fyrirlestrar haldnir við
Swerdlow-háskólann í apríl 1924 (Akureyri 1930) bls. 109).
8 Á þessum árum álitu stalínistar aö sósíalisminn væri heimssýn, en sósíaldemókratar kváðu
hann skoðun meðal annarra skoðana.
9 Um þetta efni skrifaði Þórbergur í Bréfi til Láru: „Enski rithöfundurinn og jafnaðarmaðurinn
Walter Crane kemst heppilega að orði um iðkun andlegs lífs í núverandi þjóðskipulagi. Hann
segir: „Að tala um listir og trúarbrögð, á meðan núverandi þjóðskipulag ríkir, — það er eins og
þegar Neró lék á fiðlu, meðan Rómaborg var að brenna.““ og: „Aristóteles segir: „Manninum er
fyrst og fremst nauðsynlegt að hafa lífsviðurværi og síðan að iðka dygðir.““ (Bre'f til Láru, 2. útg.
Reykjavík 1925 bls. 173 og 172; þessi orð eru í kafla þeim sem var sérprentaður á vegum
Bókmenntafélags jafnaðarmanna).
10 I doktorsritgerð sinni bendir Giinter Kötz á aö „Hugmyndin um skáldið sem sníkjudýr var
ekki til [á íslandi] fyrir tíma Halldórs“ (Das Prvblem Dichter und Gesellschaft im Werke von Halldór
Kiljan Laxness. Ein Beitrag zur modernen islandischen Literatur (Giessen 1966) bls. 43). Fleira
fróðlegt stendur i ritgerð hans um stöðu höfundarins sem ég hef haft gagn af.
11 WayneC. Booth gerir í bók sinni The Rhetoric of Fiction (Chicago 1961) ágæt skil þeirri kreddu
að höfundurinn megi ekki „grípa fram í“ i skáldsögu sinni (sbr. t.d. bls. 19—20). Halldór skrifar
um „plúsex“ i Upphafimannúðarstefnu bls. 73; þess má geta að hann tekur þar einnig afstöðu gegn
nýnatúralismanum (m.a. Salinger). Engu að siður eru andúðin á „plús ex“ og nýnatúralisminn
greinar á sama meiði.
12 I bréfi til Jóns Helgasonar 13/10 1923 skv. Peter Hallberg: Den store vávaren. En studie i
Laxness' ungdomsdiktning (Stockholm 1954) bls. 122. Halldór talar viða um þaö hve rithöf-
undarstarfið krefst mikils, t.d. í Skeggraðurgegnum tíðina bls. 22 og 28. Stundum kemst hann svo
að orði að efnið þröngvi sér upp á hann, neyði hann til að gera þvi skil i texta.
13 Þetta gildir um 1. útgáfuna, en orðinu „verslunarvald" hefur i siðari útgáfum sums staðar
verið sleppt, sums staðar verið breytti „auðvald" (t.d. 183—4) (111,4. útg.), 196 (117), 225 (132),
en stundum þó látið standa. I samanburði á 1. útgáfunni og þeirri 4. kemur fleira i ljós. Orðinu
„upplýstur" er viða breytt í „menntaður" og í eitt sinn tekur orðið „samvinnustefna" upp á þvi að
breytast i „sameignarstefna" (enda afstaðan til Framsóknar breytt). Ekki er rúm til að ræða
muninn á útgáfunum frekar hér; þó skal nefnt að eitthvað er dregið úr ónotum i gyöinga, sem
koma fyrir í 1. útgáfu, þótt væg séu.
14 I Skaldens hus bendir Hallberg á hinar andstæðu öfgar i afstöðu Halldórs til íslands og
islendinga (bls. 120—1). Varðandi „ástarhatrið" er það að segja að það getur talist að nokkru
fólgið í stéttarstöðu höfundar á þvi timabili sem hér ræðir um. Torben Kragh Grodal ræðir m.a.
um sadomasókisma þar sem hann lýsir tvibentri stöðu rithöfundarins i greininni „Konjunktur,
klasse og intim fallit i Herman Bangs STUK“ i Jargen Holmgaard (ritstj.): Analyser af danske
romaner 1 (Kobenhavn 1977). Ég hef notað mér nokkrar hugmyndir úr þessari snjöllu grein.
15 Hallberg bendirá i Skaldenshus (bls. 198) að skoða megi afstöðuna milli Amaldsog Sölku sem
táknmynd hinnar nýju afstöðu skáldsins til íslands.
63