Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 78
Vésteinn Lúðvíksson
Um trú og vantrú
i
Fráfarandi biskup og einn skarpasti kennimaður íslensku þjóðkirkjunnar, Sig-
urbjörn Einarsson, hélt því fram í blaðaviðtali síðastliðið haust, að styrkur
kristins málstaðar væri nú meiri en hann hefði verið fyrir nokkrum áratugum.
Þá „var ráðist að kirkju og kristindóm með ýmsum rökum og ráðum hér og
annarsstaðar, og kristnir menn virtust hér á landi mikið á verði og dálítið ragir
og uggandi um sinn hag.“ Nú er þetta breytt. „Sjálfur held ég að það sé ekki
eingöngu veikleiki annarra sem veldur þessu, heldur líka styrkur kristins mál-
staðar, sem þrátt fyrir allt hefur sýnt sig í raunum og átökum aldarinnar og sýnir
enn.“ (Þjóðviljinn 26.—27.9- 81).
Þetta er gott dæmi um þá furðulegu lítilþægni sem einkennir hugsanagang
margra kirkjunnar manna: almennt trúarlegt sinnuleysi og andlegur doði eru
talin kristnum málstað til tekna, einsog honum sé það til framdráttar að enginn
taki hann alvarlega. Og þegar þannig er komið er ekki við því að búast að menn
spyrji sig grundvallarspurninga sem hugsanlega gætu kallað á „erfið“ svör.
En engin regla er svo afleit að hún eigi sér ekki að minnstakosti eina frelsandi
undantekningu. Fyrir skömmu birtist hér í Tímaritinu (3/1981) synoduserindi
eftir Pál Skúlason prófessor: Eru íslendingar kristnir? Þar er þessari spurningu
velt á ýmsan kant og ekki hikað þótt upp komi margt sem óhjákvæmilega
hlýtur að stinga kristinn höfund í augað. Einsog fram kemur hér á eftir hef ég
ýmislegt við rökfærslu Páls að athuga, en það breytir því ekki að hann á hrós
skilið fyrir tiltækið.
Áðuren lengra er haldið tel ég vissara að girða fyrir misskilning og taka það
fram að ég er ekki kristinn, öllu heldur and-kristinn að svo miklu leyti sem það
er mögulegt í menningu sem er gagnskotin kristilegum hugsunarhætti. Með
þessu er þó ekki sagt að ég sé trúlaus, ekki heldur að ég játi einhver önnur
trúarbrögð; ég er ekki einusinni einn þeirra „húmanísku heiðingja“ sem Steinn
Steinarr sagði íslendinga vera fremur en kristna. Trú mína kalla ég það sem
tekur við þar sem reynslu minni og þekkingu sleppir. Hún er efunarrík tilfinn-
ing og tilgáta um öll þau býsn sem skilningur minn nær ekki yfir. Tilgangur og
tilgangsleysi mannlegs lífs, botnlaus geðdjúpin og óendanleiki tíma og rúms eru
68