Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 81
Um trú og vantrú segja, þetta eru skipulagsatriði, helgisögnin og inntak kenningarinnar eru hin sömu. Þá er því til að svara, að engin trúarkenning og alls ekki sú kristna sem öðrum þræði er siðferðileg og þarmeð pólitísk, getur verið ónæm fyrir því samfélagi sem boðendur hennar lifa í. Frammá þetta er auðvelt að sýna með tilvísunum til kristnisögu sem geymir mýmörg dæmi um ótrúlega aðlögun kenningarinnar að valdabaráttu ólíkustu stétta, og efast ég um að nokkur maður geti nú talið það allt til kristni, hvaðþá „raunverulegrar kristni“. íslenska þjóðkirkjan á okkar dögum og meðferð hennar á kristinni kenningu er engin undantekning frá þessu. Boðskapurinn og trúariðkunin taka mið af status quo í efnahagslega kraftmiklu en ótryggu stéttasamfélagi. Þess er meiraðsegja vand- lega gætt að ekki komi til árekstra við þá skefjalausu efnisdýrkun sem er eitt höfuðeinkenni tímanna. Taki kirkjan sem slík pólitíska afstöðu er hún ævinlega í fullu samræmi við hagsmuni valdhafanna. Söfnuðirnir láta sér lynda prestastétt sem er enn á því stigi sem Þórbergur sagði hana 1928: „víðast hvar handhægt verkfæri ríkjandi hugsunarháttar.“ Og sívaxandi þörfum fyrir sálusorgun getur þessi kirkja ekki mætt; þau mál reynir nú ríkið að leysa í samvinnu við lyfjaiðnaðinn með alkunnum árangri. Ég tel mig ekki vera að hefja frumkirkjuna til skýjanna þótt ég haldi því fram að hún hafi, bæði í trúarlegum og pólitískum skilningi, verið önnur en íslenska þjóðkirkjan á ofanverðri tuttugustu öld. Það sem Páll kallar „trúarlega firringu meðal landsmanna og óheilindi gagnvart kristinni kenningu“ er aðeins önnur mynd af óheilindum kirkjunnargagnvart sjálfri sér og samtímanum. Og af þeim sprettur skiljanlega takmörkuð virðing. Við þetta bætist að í vitund flestra er þjóðkirkjan sem stofnun tengd ríkinu og þarmeð valdi og valdbeitingu. Þetta stafar þó vafalaust ekki af því einu að kristni er hér ríkistrú og þjóðkirkjan að vissu leyti ríkisrekin heldur líka því að enn eimir eftir af reynslu liðinna kynslóða. Um aldir sóttu íslendingar leiðsögn og huggun til kirkjunnar en fengu líka áþreifanlega að kenna á þröngsýni hennar, miskunnarleysi og þjónkun við erlent vald og innlent. Og þarna, miklu fremur en í hinni friðsælu kristnitöku, er að finna rót þess greinarmunar sem landsmenn gera nú á kirkjunni og hinum kristna boðskap. Ég held að í þessum efnum sé íslendingum merkilega sjálfrátt. Þeir eru sinnulitlir um stofnun sem þeim finnst ástæða til að treysta ekki nema rétt mátulega. Og þvert ofaní allan rétttrúnað vinsa þeir úr kristinni kenningu (eða því sem þeir telja að sé kristin kenning) það sem reynslan og vaninn hafa kennt þeim að betra sé að styðjast við en ekki neitt. En ef hægt er að segja að þeir séu „kristnir án þess að vera það“, þá vaknar spurningin hvort kirkjan sé það ekki 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.