Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 83
Um trú og vantrú átrúnaði. Eða: trúðu íslendingar öldum saman á drauga og huldufólk eingöngu vegna fáfræði og slælegrar tileinkunar á fagnaðarerindinu? Eg er á því að þessu hafi verið þveröfugt farið: íslendingar trúðu á drauga og huldufólk meðal annars vegna þess hvað þeir voru vel upplýstir og innlifaðir trúarsetningum kristninnar. í seinni tíð er algengt að sjá kristni skilgreinda sem imitatio Christi, breytni eftir Kristi. Páll segir til dæmis: „Sjálfur tel ég eðlilegast að lita svo á að sá einn sé réttilega kallaður kristinn maður sem tekur mið af fordæmi Jesú Krists og skoðar lífið og tilveruna sífellt í ljósi helgisögunnar um hann.“ Þetta finnst mér hæpin áhersla. Kjarni kristninnar sem og annarra trúarbragða er trú á guð (eða guði). Og guð kristinna er ekki aðeins Kristur heldur faðirinn og heilagur andi, semsé heilög þrenning. Því finnst mér nær að segja: sá einn er réttilega kallaður kristinn maður sem játar og iðkar trú á þennan guð (þar sem fordæmi Krists og helgisögnin um hann geta síðan skift miklu en þó aldrei öllu máli). Um ríkidæmi þessarar guðshugmyndar þarf ekki að fjölyrða. En af tak- mörkunum hennar verður hér drepið á tvö meginatriði sem ég tel víst að hafi valdið nokkru um þjóðtrú íslendinga á seinni öldum. Heilög þrenning er jafn rík af karleðli og hún er fátæk af kveneðli. Þar er ekki öðru til að dreifa en tvíkynja eðli Krists sem er umdeilanlegt og engin kirkja hefur gert mikið veður útaf. Þetta misgengi, eða vöntun á hinu kvenlega í guðsmyndinni, kallaði á Maríudýrkun sem kaþólskir ástunda enn í dag. Með henni hefur þeim samt ekki tekist að leysa vandann: María er og verður utan guðsmyndarinnar, að meira eða minna leyti skurðgoð sé hún dýrkuð. En þeir hafa ekki heldur flúið vandann. Er skemmst að minnast þess þegar Píus páfi hinn tólfti lét árið 1950 bréf út ganga um uppstigningu Maríu; þar sameinaðist hún syninum sem brúður og guðdóminum sem Soffía (viskan) í hinni him- nesku brúðardyngju. Með þessu var hin kvenlega frumregla komin eins nálægt hinni karllegu þrenningu og mögulegt var. Þetta finnst mótmælendum fárán- legt og skopast jafnvel að því. Þeir virðast sáttir við karleðli guðs síns. Hjá þeim verður María líka hornreka. Annað einkenni kristins átrúnaðar er ófrávíkjanlegur aðskilnaður góðs og ills. Guð er ekki aðeins góður heldur algóður og allt hið illa er handan hans. Fulltrúi ljóssins á enga samleið með fulltrúa myrkursins. Himnaríki og helvíti eru tveir aðgreindir heimar. Og í hjörtum manna er hið góða jafn æskilegt og hið illa er óæskilegt. Þessi tvíhyggja hefur heldur en ekki reynst kristnum mönnum seigur biti í hálsi, sem meðal annars má sjá af baksi þeirra með hinn lausbeislaða djöful. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.