Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 90
Edward P. Thompson Frelsið og sprengjan Þau tvö bréf sem hér fara á eftir, birtust upphaflega i breska tímaritinu NewStatesman 24. apríl 1981 — og hefur það blað hvorki fyrr né síðar fórnað jafnmörgum dálksentímetr- um undir eina grein. Tilefni þessara skoðanaskipta var ferð Thompson-hjónanna, sem bæði eru sagnfræðingar, til Prag í hitteðfyrra. Þar ætluðu þau aö ræða við tékkneska vini sína um málefni friðarhreyfinga, en komu víða að lokuðum dyrum. Tékkneskur and- ófsmaður, sem búsettur er i heimalandi sinu, skrifaði Thompson opið bréf undir dul- nefninu Václav Racek til þess að skýra fyrir honum hvers vegna erindi hans í Prag var tekið af slíku tómlæti. Þess má geta að sjónarmið Raceks í garð vestrænna friðarhreyf- inga minna um margt á gagnrýni ýmissa andófsmanna í Sovétrikjunum (t.d. Andrei Sakarofs) og Austur-Evrópu á slökunarstefnuna. Þá er og rétt að taka fram að vafasamt er að telja Racek samnefnara fyrir skoðanir austur-evrópskra baráttumanna fyrir mann- réttindum á friðarhreyfingum; þannig mun t.d. hafa ríkt fremur jákvæður andi í garð þessara hreyfinga á ráðstefnu landflótta andófsmanna í París síðastliðið haust. Breski sagnfræðingurinn Edward P. Thompson er fæddur 1924 og menntaðist við háskólann í Cambridge. Hann varð snemma róttækur og var í forystusveit lýðræðisafla í kommúnistaflokknum breska fram að 1956, þá skildu leiðir og Thompson varð einn af brautryðjendum „nýja vinstrisins“ (New Left) og einn af ritstjórum New Left Review sem margir kannast við. E.P. Thompson hefur verið mikilvirkur rithöfundur á sviði sagnfræði og pólitíkur og virtur i sínu heimalandi. Stærsta sagnfræðiverk hans til þessa er saga enskrar alþýðu, The Making of the English Working Class (1963) en meðal annarra verka hans eru William Morris, Romantic to Revolutionary (endursk. útgáfa 1977) og Whigs and Hunters. Origin of the Black Act (1975). Hann hefur einnig verið afkastamikill greinahöfundur á ólikum sviðum og dregið þær helstu saman í greinasafnið The Poverty of Theory (1978). Þá eru ótaldar fjölmargar útgáfur sem hann hefur staðið að, ýmist einn eða í félagi við þekkta breska marxista á borð við Raymond Williams. A síðastliðnu ári var Thompson boðið að halda hinn árlega Dimbleby fyrirlestur í BBC, bresku útvarpsstöðinni, en þegar til kastanna kom bannaði yfirstjórn útvarps- stöðvarinnar fyrirlestrahaldið án þess að færa rök fyrir banninu. Nú er þessi fyrirlestur kominn á prent og hefur þegar vakið athygli i Englandi. A meginlandi Evrópu er Thompson samt þekktastur fyrir störf sín í þágu friðar- hreyfingarinnar og hingað til lands kemur hann í endaðan marsmánuð í boði íslenskra herstöðvaandstæðinga. Jafnframt því sem hann stappar í þá stálinu flytur hann fyrir- lestur um sagnfræðileg efni við heimspekideild Háskóla Islands. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.