Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 91
Frelsið og sprengjan Prag, 12. desember ‘80. Kæri Edward Thompson. Ég frétri af heimsókn yðar ril Prag og hversu óvænta stefnu hún tók. Eg er sannfærður um einlægan vilja yðar til þess að starfa með samtökum almennings í landi okkar og hef því ákveðið að skýra fyrir yður ástæður þess, að brugðist var við komu yðar með þessum hætti. Mér þótti vænt um að þér skylduð vilja kynna yður þau rök, sem hnekkja ótvírætt þeirri greiningu yðar sem er ástæðan fyrir því að þér væntuð samvinnu við einhverja hliðstæða hreyfingu hérlendis. í greiningu yðar á „lögmálsbund- inni þróun í átt til tortímingar“ er þáttur beggja risaveldanna í þessu ferli lagður að jöfnu. Ég get hvorki fallist á það, né hvert röksemdir yðar leiða. Þér lítið svo á að gagnkvæm tengsl risaveldanna, eins og þau koma fram í vígbúnaði þeirra, séu ástand sem einkennist af andstöðu og gagnkvæmni, vegna þess að aukinn vígbúnaður beggja aðila fer að hluta til fram samkvæmt rökum gagnkvæmni og hlítir jafnvel ítarlegum reglum sem báðir aðilar hafa fallist á. Það skiptir því ekki litlu, að þér eruð, þrátt fyrir þetta, hlutdrægur í skoðun yðar á sovéska risaveldinu. Þér komist að þeirri niðurstöðu, að „aukinn víg- búnaður í Sovétríkjunum stafi ekki af árásar- eða innrásarhneigð, heldur eigi hann rætur að rekja til hugmyndafræði og skrifræðis“ og sé „fyrst og fremst í varnarskyni". En þér hirðið ekki um flókna greiningu á hugsanalegum tengsl- um hugmyndafræði og skrifræðis annars vegar og árásar- og innrásarhneigðar hins vegar. Af því leiðir, að þér getið kallað óhrekjanlegar staðreyndir um árásar- og innrásarhneigð „hættulegan þrýsting, sem á rót að rekja til staðnaðrar hugmyndafræði og stjórnlistar, sem í eðli sínu er vígreif.“ En rétt greining á þessum tengslum í alræðisríkjum sýnir að það hlýtur að vera samband milli hugmyndafræði og skrifræðis annars vegar og árásar- og innrásarhneigðar hins vegar. Grundvöllur þeirra tengsla er hugmyndafræði sem stefnir að útrýmingu, þ.e.a.s. hugmyndafræði er eitthvað annað og meira en framkvæmd þeirra þriggja atriða sem þér nefnduð. Ég þarf ekki að útlista þessa greiningu fyrir yður, því að hún er ákaflega aðgengileg. Ég vísa til bókar Hannah Arendt: Uppruni alrceðis (The Origins of Totalitarianism). Þrátt fyrir nokkrar breytingar á alræðisstefnu austurblokkar- innar og að horfið var fr£ þjóðarmorði (það getur enn breyst) eftir dauða Stalíns, er víða um aukna valdbeitingu á öllum hugsanlegum sviðum að rceða. Valdbeiting í TMM VI 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.