Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 100
Tímarit Máls og menningar Enn og aftur er það gagnkvæmt og víxlverkandi ferli sem að minnsta kosti tveir aðilar taka þátt í, og það verður ekki skýrt sem einföld birtingarmynd illviljaðrar hugmyndafræði. Og ég held að þér hafið fallið í aðra og alvarlegri gryfju: skoðun yðar er rökleysa. Þér teljið að vegna þess að hinn vestræni heimur sé frjáls, þá hljóti hann af peim sökum að vera friðsamari og oddvitar hans hafi það eitt í huga með athöfnum sínum að verjast. Þetta er villandi niðurstaða og úr lausu lofti gripin. Sumar af fyrstu tilraunum í átt til lýðræðis voru gerðar í hjarta heimsvelda: aþensku borgríkin, fulltrúaræðið í Róm. Og ég hlýt sem breskur þegn að rifja upp fyrir yður nýlegra dæmi. Umtalsverð rýmkun varð á kosningarétti í Bret- landi á 19- öld, að því viðbættu að tryggt var prent-, mál-, trú- og félagafrelsi og réttur verkalýðssamtaka. Það var notalegt að búa í þessu landi, einkum fyrir menntamenn, og þeir sem hröktust undan harðstjórn í ríkjum meginlandsins völdu þaðæinna helst að samastað. Það var á Breska safninu (eins og þér munið) sem einn þessara útlaga vann að Auðmagninu. En alla þessa öld var Bretland heimsveldi á útþensluskeiði, önnum kafið við að tryggja vald sitt á Indlandi og í Suðaustur-Asíu og við að hrifsa til sín næstum helming Afríku. Blómstrandi heimsveldi getur ef til vill „leyft sér“ svigrúm fyrir lýðréttindi í háborg sinni og horft í gegnum fingur við eigin þegna um •skoðanaágreining. Ég dreg ekki úr mikilvægi þessa innra frjálsræðis né fleygi því frá mér sem „innantómu“: fyrir því var barist af mikilli atorku, það varið af þrautseigju og er okkur enn fyrirmynd. Breskir þegnar gátu jafnvel andæft stöðugum heims- veldisskærum þjóðar sinnar; og enda þótt þessi mótmæli hefðu lítil áhrif drógu þau eitthvað úr kúgun og arðráni (t.d. á Indlandi) og festu í sessi lög heims- veldisins. Það sem ég vildi sagt hafa er að heimsvaldastefna eða hernaðarstefna getur þrifist vel við hlið lýðræðis; og það í hamingjusamri sambúð. Ég er eindreginn fylgismaður vestrænna réttinda og lýðfrelsis. En þar með er ekkert sagt um hernaðarlega eða jafnvel heimsvaldasinnaða tilburði. Þegar kemur að spurn- ingunni um vígreifar eða friðsamlegar tilhneigingar er það allt annað mál og krefst þess að teknir séu til athugunar aðrir efnisþættir og annarri greiningar- aðferð sé beitt. Við í vestrænni friðarhreyfingu erum nú að reyna að ná til ykkar og vara ykkur við því sem leiðir af þessari grundvallarvillu. Að íhuguðu máli teljum við að því fari fjarri að vestræn, og þó einkum bandarísk, hernaðarstefna miðist við varnaraðgerðir. Svo er hvorki í E1 Salvador né við Persaflóa, og því síður ber hin 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.