Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 71
T.v. Toulouse-Lautrec: Vincent viö absintdrykkju.
T.h.Van Gogh: Absint
vert, en þrátt fyrir það eru sum verkefni mér
ofviða, mig brestur afl. (Bréf 481).
Þegar Vincent skrifar framangreind orð til
Theo, um það bil tveimur árum fyrir andlát
sitt, eru bræðumir báðir orðnir talsvert
veiklaðir af lífsleiða og þunglyndi. Sumir
telja að þeir hafi báðir þjáðst af sárasótt sem
þá var ólæknanleg. Efsta stig þess sjúk-
dóms lýsir sér meðal annars í stjarfa sem
Theo virðist einmitt hafa þjáðst af síðustu
fjögur æviár sín. í nýlegri kvikmynd um
bræðuma eftir bandaríska kvikmyndaleik-
stjórann Robert Altman, er Theo látinn þjást
af þessum sjúkdómi, sem dregur hann til
geðveiki og síðan dauða.
Hvort bræðumir hafa verið með þennan
óhugnanlega kynsjúkdóm, sem var talsvert
algengur í þá daga, er nær ógerlegt að sanna
meðal annars vegna þess að sjúkraskýrslum
Theos virðist hafa verið stolið af geðsjúkra-
húsinu þar sem hann dó (Wilkie, bls. 159).
Hins vegar er víst að vegna óhamingju Vin-
cents í ástamálum leitaði hann oft á náðir
gleðikvenna, enda ættaður frá því landi sem
hefur hvað helst borið atvinnufrelsi götu-
drósa fyrir brjósti.
í júlí árið 1888 kvartar Theo í bréfi til
Vincents um að sér þyki lífið einskis vert og
alls staðar blasi tómleikinn við. Þetta bréf
hefur ekki varðveist en svarbréf Vincents
varðveitti Theo hins vegar, eins og önnur
bréf sem Vincent sendi honum. Þar segist
Vincent þjást af hinum sama kvilla ein-
semdar, svartsýni og ömurleika og segist
aðeins finna fróun í vinnunni. Hann hefur
áhyggjur af því hvað hann skuldar Theo
mikla peninga og hvað þeir bræðumir hafa
fórnað miklu fyrir listina: „Þetta hefur ekki
kostað mig annað en líkamann sem er nær
TMM 1991:1
61