Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 26
stefndi ég saman gildum nútímamannsins og gömlum, horfnum gildum. Lét þau veg- ast á, berjast. Nína, aðalpersóna bókarinnar, er fulltrúi nútímans, þótt hún fari ekki hefð- bundnar leiðir enda uppreisnarkona með öfugum formerkjum. Og þegar ég svo hóf að feta mig að þeim gildum sem við nú- tímafólkið höfum, fór ég í hring. Og niður- staða mín, sem er ekki endilega niðurstaða Nínu, varð sú að eftir öll umbrotin væri okkur kannski eins gott að halla okkur að gömlu gildunum. Með þessum orðum er ég ekki að segja að söm sé niðurstaða bókar- innar. En hver svo sem útkoman er held ég áfram að skrifa um heiminn sem við lifum í af því að mér fínnst ég hafa ýmislegt um hann að segja. Mér hefur alltaf þótt brölt manneskjunnar í veröldinni athyglisvert. Og andráin mikilvægust, þessi andrá sem við tökum varla eftir. Og staðreyndin sú að öll stöndum við einhvern tíma frammi fyrir vali. Verðum að velja. Erum jafnvel knúin til þess á einn eða annan hátt. Sjálf hef ég eins og aðrir oftar en ekki staðið frammi fyrir spumingunni um hvemig ég eigi að taka á lífi mínu. Þeir sem halda óskertum sönsum fá það tækifæri. Að velja eitt, hafna öðru. Og þeirra er líka að ráða eigin lífsgátu í samræmi við þá ábyrgð sem valinu fylgir. * Nei, ég er ekki að segja að menn geti sjálf- um sér um kennt. En menn hafa meira en lítið með líf sitt að gera. Það sagði einu sinni við mig manneskja að fólkið í smásögunum mínum væri allt fast í fúlum pytti og hún var mjög reið. Eg var henni ekki sammála og sagði henni það líka. En höfundur ræður aldrei skynjun lesanda síns. En samt—hafi nú svo viljað til að fólkið í sögunum væri með lappimar í einhverjum pytti, var því gefinn kostur á að draga þær að sér, tosa sig upp. En höfundur ræður aldrei skynjun les- anda síns. Ég held að það sé mjög erfitt að skrifa sögu þar sem allt leikur í lyndi, þar sem góðum augnablikum lífsins er lýst. Ég hef lesið mjög fáar slíkar sem halda þeirri dýpt sem til þarf. Ein af þeim er Undir eldfjalli eftir Svövu Jakobsdóttur. í þessu sambandi detta mér í hug lok smásögunnar „Salva- tore“ eftir Somerset Maugham þar sem hann veltir því fyrir sér hvort honum hafi tekist að halda athygli lesandans meðan hann sagði frá þeim einfalda fiskimanni Salvatore sem hafði til að bera þann eigin- leika sem erfiðast er að lýsa án þess að detta niður í væmni: hreina gæsku. Það er miklu erfiðara að lýsa því góða en því illa, miklu erfiðara að lýsa hinu fagra en hinu ljóta og auðveldara að lýsa sorg en gleði. En þegar betur er að gáð eru þetta allt saman fyrirbæri sem kalla á andhverfur sínar, spegilmyndir. Og þá er ég víst komin hringinn. * Ef ég hef þennan sama hring í huga get ég óhikað svarað því að það kom mér á óvart hvemig fólk tók nýju bókinni minni. Ég hef aldrei getað gert mér neina grein fyrir því fyrirfram hvemig bók yrði tekið, vegir les- enda mér jafn órannsakanlegir og vegir drottins. Hins vegar gerði ég mér fljótt grein fyrir því að ef maður ætlaði sér að vera í þessum „bransa“ þá yrði maður að kunna að taka jafnt kjassi sem kjaftshöggum — og hvort tveggja segði í raun meira um lesend- ur en bókina sjálfa, væri aðeins enn ein 16 TMM 1991:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.