Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 39
lengur. Megi marka þessar myndir er veik-
leikinn höfuðþema nútímamannsins en
hvorki æðra né æðruleysi eins og ráða má
af bókmenntum 6. og 7. áratugarins. Að
mati breska fræðimannsins Andrews Tud-
ors varpar þessi þróun ljósi á tvo aðgreinda
„heima“ innan hrollvekjunnar. Tengir hann
þá við öryggiskennd annars vegar og of-
sóknarkennd hins vegar. Fram eftir 7. ára-
tugnum, ritar Tudor, einkenndust hryllings-
kvikmyndir af markverðu öryggi, sem áður
getur.s Mannleg athöfn hafði siðferðilegt
gildi, ástæðu og markmið; það var fyrir
einhverju að berjast — heimurinn var já-
kvæður og lögmálsbundinn í eðli sínu;
menningin treysti sér til að verjast væri á
hana ráðist. í myndum þessa tíma er hið
afbrigðilega yfirleitt þekkjanlegt; heimar
skipulags og óreiðu eru aðgreindir með
skýrum hætti. Alið er á óhug gagnvart fólki
sem sniðgengur venjulega lífshætti: valda-
sjúkum körlum og lostafullum konum —
fólki sem iðulega ber innræti sitt utan á sér.
Talið er fyllilega réttmætt að útrýma „óeðli-
legu“ lífi, enda eru borgaraleg gildi ekki
dregin í efa. Menn geta að auki reitt sig á
handhafa ríkisvaldsins — þeir eru jákvæðar
hetjur sem búa bæði yfir afli og kunnáttu í
stríðinu við hið illa.
Þróunin í átt til ofsóknarkenndar nær frá
síðari hluta 6. áratugarins fram yfir 1970,
að mati Tudors. Er þá svo komið að félags-
leg „paranoia“ (ofsóknarkennd) ræður lög-
um og lofum. Það er eins og mótstöðuafl
menningarinnar hafi smám saman fjarað út;
ófreskjur brjóta af sér mannlegt hold að
ástæðulausu, farsóttir breiðast út, ófyrir-
sjáanlegar og óskiljanlegar. I þessum heimi
er ógnin oft á tíðum ósýnileg í upphafi enda
dregur hann sjálfan sig í efa, grunar sjálfan
sig um græsku — hryllingurinn getur
sprungið út úr hverju sem er. Jafnvel blóð-
sugan hefur breyst og orðið hversdagslegri
en áður. Þannig getur hún líkt og sýkópatinn
verið venjulegur borgari meðan sól er á
lofti, lifað meðal fólks og tekið þátt í amstri
þess uns skyggja tekur; hún kemur ekki
lengur að utan, úr öðrum heimi, eins og
áður var — heimarnir tveir hafa einhvern
veginn runnið saman. Mörk skipulags og
óreiðu eru alls staðar og hvergi; ógnin er
hvarvetna og sínálæg. Af þeim sökum er
stríð mannanna vonlaust; þeir eru dæmdir
til að bíða ósigur. Þeir geta ef til vill seinkað
endalokunum en ekki komið í veg fyrir þau.
í myndum af þessu tagi hefur enginn stjórn
á lífi sínu eða umhverfi; enginn getur verið
viss um að bandamenn hans eða fjendur séu
allir þar sem þeir eru séðir. Einstökum pers-
ónum er hnikað til líkt og peðum á taflborði
úr einu öryggisleysi í annað; þær sjá iðulega
hvað er að gerast en fá ekkert að gert —
flóttaleiðir lokast hver af annarri uns engin
von er lengur um undankomu; lífið hefur
breyst í óhugnanlega gildru.
Kvikmynd Hitchcocks, Psycho (1960), er
eins og bamagæla í samanburði við hryll-
ingskvikmyndir seinustu ára; við sjáum
skugga falla á tjald, hníf bera við loft, skelf-
ingu lostið andlit — annað verðum við að
gera okkur í hugarlund. Nú á dögum skirr-
ast kvikmyndagerðarmenn ekki við að lýsa
ofbeldinu á nosturslegan hátt. Þannig hefur
þróast fullkomin eftirlíkingartækni þar sem
mannslíkaminn er endurgerður í smæstu
atriðum af líffærafræðilegri nákvæmni.
Áður fyrr hafði ofbeldið iðulega fmm-
spekilega merkingu; blóðugur dauðdagi
táknaði ýmist sigur í stríði eða makleg
málagjöld, refsingu holdsins. Nú á dögum
er eins og þessi merkingarfesta hafi gufað
upp; líkaminn sem slíkur — innri gerð hans
TMM 1991:1
29