Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 39
lengur. Megi marka þessar myndir er veik- leikinn höfuðþema nútímamannsins en hvorki æðra né æðruleysi eins og ráða má af bókmenntum 6. og 7. áratugarins. Að mati breska fræðimannsins Andrews Tud- ors varpar þessi þróun ljósi á tvo aðgreinda „heima“ innan hrollvekjunnar. Tengir hann þá við öryggiskennd annars vegar og of- sóknarkennd hins vegar. Fram eftir 7. ára- tugnum, ritar Tudor, einkenndust hryllings- kvikmyndir af markverðu öryggi, sem áður getur.s Mannleg athöfn hafði siðferðilegt gildi, ástæðu og markmið; það var fyrir einhverju að berjast — heimurinn var já- kvæður og lögmálsbundinn í eðli sínu; menningin treysti sér til að verjast væri á hana ráðist. í myndum þessa tíma er hið afbrigðilega yfirleitt þekkjanlegt; heimar skipulags og óreiðu eru aðgreindir með skýrum hætti. Alið er á óhug gagnvart fólki sem sniðgengur venjulega lífshætti: valda- sjúkum körlum og lostafullum konum — fólki sem iðulega ber innræti sitt utan á sér. Talið er fyllilega réttmætt að útrýma „óeðli- legu“ lífi, enda eru borgaraleg gildi ekki dregin í efa. Menn geta að auki reitt sig á handhafa ríkisvaldsins — þeir eru jákvæðar hetjur sem búa bæði yfir afli og kunnáttu í stríðinu við hið illa. Þróunin í átt til ofsóknarkenndar nær frá síðari hluta 6. áratugarins fram yfir 1970, að mati Tudors. Er þá svo komið að félags- leg „paranoia“ (ofsóknarkennd) ræður lög- um og lofum. Það er eins og mótstöðuafl menningarinnar hafi smám saman fjarað út; ófreskjur brjóta af sér mannlegt hold að ástæðulausu, farsóttir breiðast út, ófyrir- sjáanlegar og óskiljanlegar. I þessum heimi er ógnin oft á tíðum ósýnileg í upphafi enda dregur hann sjálfan sig í efa, grunar sjálfan sig um græsku — hryllingurinn getur sprungið út úr hverju sem er. Jafnvel blóð- sugan hefur breyst og orðið hversdagslegri en áður. Þannig getur hún líkt og sýkópatinn verið venjulegur borgari meðan sól er á lofti, lifað meðal fólks og tekið þátt í amstri þess uns skyggja tekur; hún kemur ekki lengur að utan, úr öðrum heimi, eins og áður var — heimarnir tveir hafa einhvern veginn runnið saman. Mörk skipulags og óreiðu eru alls staðar og hvergi; ógnin er hvarvetna og sínálæg. Af þeim sökum er stríð mannanna vonlaust; þeir eru dæmdir til að bíða ósigur. Þeir geta ef til vill seinkað endalokunum en ekki komið í veg fyrir þau. í myndum af þessu tagi hefur enginn stjórn á lífi sínu eða umhverfi; enginn getur verið viss um að bandamenn hans eða fjendur séu allir þar sem þeir eru séðir. Einstökum pers- ónum er hnikað til líkt og peðum á taflborði úr einu öryggisleysi í annað; þær sjá iðulega hvað er að gerast en fá ekkert að gert — flóttaleiðir lokast hver af annarri uns engin von er lengur um undankomu; lífið hefur breyst í óhugnanlega gildru. Kvikmynd Hitchcocks, Psycho (1960), er eins og bamagæla í samanburði við hryll- ingskvikmyndir seinustu ára; við sjáum skugga falla á tjald, hníf bera við loft, skelf- ingu lostið andlit — annað verðum við að gera okkur í hugarlund. Nú á dögum skirr- ast kvikmyndagerðarmenn ekki við að lýsa ofbeldinu á nosturslegan hátt. Þannig hefur þróast fullkomin eftirlíkingartækni þar sem mannslíkaminn er endurgerður í smæstu atriðum af líffærafræðilegri nákvæmni. Áður fyrr hafði ofbeldið iðulega fmm- spekilega merkingu; blóðugur dauðdagi táknaði ýmist sigur í stríði eða makleg málagjöld, refsingu holdsins. Nú á dögum er eins og þessi merkingarfesta hafi gufað upp; líkaminn sem slíkur — innri gerð hans TMM 1991:1 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.