Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 45
Helena Kadecková Comenius á íslandi Jan Amos Komenský, sem nefndur var Comenius á latínu, var frægur, tékkneskur lærdómsmaöur á 17. öld. Höfuðrit hans, Janua linguarum, var snemma þýtt á ýmsar tungur. Hér er saga íslensku þýðinganna rakin, en í henni mætast hugmyndir Miðevrópumanns um almennar umbætur í lífi manna með tilstyrk aukinnar þekkingar og mennta og viðleitni hérlendra lærdómsmanna til að efla menntun íslendinga. Jan Amos Komenský, eða Johann Amos Comenius uppá latínu, fæddist árið 1592 á Mæri sem þá var, ásamt Bæheimi, hluti af veldi Habsborgara. Uppeldi hlaut hann í anda tékknesks mótmælendatrúflokks sem kallaðist Bæheims- og Mærisbræður eða Bræðralagið (á latínu Unitas fratrum) og átti í sífelldum útistöðum við kaþólsk yfir- völd. Ungur hafði Comenius orðið mun- aðarlaus en honum var komið til skyldfólks sem hafði hann í fóstri þangað til herir frá Sjöborgalandi brenndu heimkynni þeirra til ösku. Annað frændfólk tók þá drenginn að sér. Sextán ára gamall settist hann í latínu- skóla Bræðralagsins í Prerov á Mæri, las síðan guðfræði í mótmælendaskóla í Her- bom og lauk háskólanámi í Heidelberg að- eins 22 ára að aldri. Sneri hann þá fót- gangandi aftur heim á Mæri og gerðist kennari við gamla menntaskólann sinn í Prerov og var þar skólastjóri um hríð áður en hann tók prestvígslu. Árið 1618 var hann síðan kallaður til Fulneck á Mæri þar sem hann gegndi preststörfum auk skólastjómar við Bræðralagsskólann þar. Þess utan vann hann ötullega að ritstörfum. En næðistundum hans fór þó brátt að fækka. Þrjátíu ára stríðið fylgdi í kjölfar uppreisnar aðals og borgara gegn veldi Habsborgara í löndum Tékka. Eftir ósig- urinn á Hvítafjalli árið 1620 var bærinn Fulneck hemuminn og brenndur til ösku. I þeim eldi glataði Comenius eigum sínum öllum, bókum og handritum. Nokkru seinna missti hann líka konu sína og son. En þetta var einungis byrjunin. Austurríkiskeisari lét nú víkja öllum Bræðralagsprestum úr embætti. Og árið 1627 gaf hann út tilskipun sem gerði hvern Tékka sem ekki vildi lúta páfavaldi land- rækan. Mörgum þótti þá vænlegra að flýja TMM 1991:1 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.