Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 35
ógn árvekni okkar og meðvitund. Allt í einu skynjum við tilveruna umhverfis okkur á nýjan hátt; sjón okkar verður næmari, auga- brúnir lyftast, sjáöldur víkka. Allt í einu sjáum við það sem við höfðum horft á en ekki tekið eftir — hættan skerpir skiln- ingarvitin. Hryllingskvikmyndir styðja þetta ferli. I þeim deyr enginn með lokuð augu, eins og fyrr segir; í þeim sjá menn og öskra. Myndir eins og Psycho (1960) og Halloween (1979) sýna okkur að morðinginn deyr aldrei. Þó að við stingum úr honum augun rís hann upp á nýjan leik ef við höldum ekki vöku okkar, ef við gleymum eða afneitum nærveru hans. Okkur er nauðugur einn kostur að vera viðbúin öllu. Myndimar sýna þennan varanleika með formlegum hætti. Þannig tekur sálfræðingur til máls undir lok Psycho og útskýrir sálsýki morð- ingjans, færir hana í búning orða og kenni- setninga. Heimur sem gengið hafði af vitinu verður skiljanlegur að nýju; tungu- málið nær valdi yfir honum. Okkur er sýnt fram á að ógnin hafi verið tímabundin und- antekning—að við þurfum ekkert að óttast. Lokamyndskeiðið af morðingjanum, Nor- man Bates, gefur þó annað til kynna. Við sjáum hvemig hann breytist í móður sína— við horfum í svört augu hans og greinum annarlega vídd sem gerir alla túlkun mark- lausa; sjúkdómur eða ekki — það skiptir engu máli. Hamskiptin eyða nýfenginni öryggiskennd okkar. Við sitjum uppi með sannleika Normans — skot þess auga sem drepur, annarlegs auga sem leysist upp í mynd af bíl sem dreginn er upp úr mýri. Og við vitum að í bílnum er gegnumstungið lík af konu, að hryllingnum er ekki lokið, að okkar bíður nýtt auga, andvana og brostið. Og við sameinumst þessu auga á ómót- stæðilegan hátt, og horfum með því sem ekki sér á eitthvað sem ekki er til... Norman Bates (Anthony Perkins) í kvikmyndinni Psycho frá 1960. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. TMM 1991:1 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.