Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 35
ógn árvekni okkar og meðvitund. Allt í einu
skynjum við tilveruna umhverfis okkur á
nýjan hátt; sjón okkar verður næmari, auga-
brúnir lyftast, sjáöldur víkka. Allt í einu
sjáum við það sem við höfðum horft á en
ekki tekið eftir — hættan skerpir skiln-
ingarvitin.
Hryllingskvikmyndir styðja þetta ferli. I
þeim deyr enginn með lokuð augu, eins og
fyrr segir; í þeim sjá menn og öskra. Myndir
eins og Psycho (1960) og Halloween
(1979) sýna okkur að morðinginn deyr
aldrei. Þó að við stingum úr honum augun
rís hann upp á nýjan leik ef við höldum ekki
vöku okkar, ef við gleymum eða afneitum
nærveru hans. Okkur er nauðugur einn
kostur að vera viðbúin öllu. Myndimar
sýna þennan varanleika með formlegum
hætti. Þannig tekur sálfræðingur til máls
undir lok Psycho og útskýrir sálsýki morð-
ingjans, færir hana í búning orða og kenni-
setninga. Heimur sem gengið hafði af
vitinu verður skiljanlegur að nýju; tungu-
málið nær valdi yfir honum. Okkur er sýnt
fram á að ógnin hafi verið tímabundin und-
antekning—að við þurfum ekkert að óttast.
Lokamyndskeiðið af morðingjanum, Nor-
man Bates, gefur þó annað til kynna. Við
sjáum hvemig hann breytist í móður sína—
við horfum í svört augu hans og greinum
annarlega vídd sem gerir alla túlkun mark-
lausa; sjúkdómur eða ekki — það skiptir
engu máli. Hamskiptin eyða nýfenginni
öryggiskennd okkar. Við sitjum uppi með
sannleika Normans — skot þess auga sem
drepur, annarlegs auga sem leysist upp í
mynd af bíl sem dreginn er upp úr mýri. Og
við vitum að í bílnum er gegnumstungið lík
af konu, að hryllingnum er ekki lokið, að
okkar bíður nýtt auga, andvana og brostið.
Og við sameinumst þessu auga á ómót-
stæðilegan hátt, og horfum með því sem
ekki sér á eitthvað sem ekki er til...
Norman Bates (Anthony Perkins) í kvikmyndinni
Psycho frá 1960. Leikstjóri: Alfred Hitchcock.
TMM 1991:1
25