Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 27
spegilmyndin. Er það ekki tíminn einn sem sker úr um líf bókar? S vo segja vitrir menn. Við skulum vona að það sé rétt! En mér er engin launung á að mér þykir kjassið þægi- legra en kjaftshöggin, og vissulega þótti mér vænt um hvað Nóttinni minni var vel tekið. — Stundum finnst mér höfundurinn eins og fugl, köttur lónandi í kring, annað- hvort étur kötturinn fuglinn eða fuglinn köttinn. Hvorttveggja jafn slæmt fyrir fugl- inn. — En viðvíkjandi því sem við vorum að tala um áður en þessi fugl flaug hér inn, þá kemur manni margt á óvart í sambandi við viðtökur bókar. Til dæmis undraðist ég skoðun þeirra manna sem töldu að konur sögunnar væru einhverjir dyggðum prýddir englar en karlamir dyggðasnauðar liðleskj- ur. Eg hef verið að velta því fyrir mér hvort hugsast geti að aðalpersónan hafi alveg far- ið fram hjá þeim. Og komist að því, að annaðhvort hafi svo verið eða þá að þeir hafi samsamast henni gjörsamlega. En kannski þetta sé bara eðlilegt, Nína kunni jú alltaf betur við sig í hópi karla. Á sama hátt varð ég í raun yfir mig hissa þegar farið var að leiða getum að því að ég væri að biðja afsökunar á sjálfri mér með því að láta fyrstu bókina mína heita Þetta er ekkert alvarlegt. Víst er það staðreynd að ég hef oft þurft að biðja afsökunar á sjálfri mér en ég lýsi því yfir hér og nú að mér hefur aldrei dottið í hug að biðja afsökunar á neinni af bókum mínum. Þær smásögur sem ég hef skrifað undir eigin nafni eru háalvarlegar og satt að segja hef ég aldrei sent frá mér bók sem ég er ósátt við. Þó vil ég lauma því að, að það var ýtt fullmikið á eftir mér með eina bókina, ég segi ekki hverja, en úr henni hefði ég gjaman viljað geta tekið einar fjórar setningar ef ég man rétt. Þær undarlegu hugmyndir að ég hafi verið að biðja afsökunar á sjálfri mér tengj- ast kannski því að ég er kvenmaður en sýna um leið alveg ótrúlegt skilningsleysi á því góða bragði sem íronían er í allri listsköpun. ★ Nei, svo ótrúlegt sem það er leiddi ég bara aldrei hugann að því þegar ég gaf út mína fyrstu bók að ég væri kona. Satt best að segja kyngreindi ég skáld aldrei. Síðar var mér sagt að það eitt og sér sýndi best hve vanþroska ég væri. Og ég er enn við sama heygarðshornið. Ég hef aldrei skilið konur sem segjast alls ekki geta lesið bækur eftir karlmenn og bera við karlrembuhugsunar- hættinum. Hvar er t.d. karlremban í Heine- sen? Ég tel svona hugsunarhátt stórhættu- legan. Er ekki auðsætt mál að allir sem skrifa bækur af alvöru eru að skrifa um það Fríöa viö heimili sitt sumarið 1990. TMM 1991:1 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.