Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 48
líka verið sinnt. Þvílíkum verkum sem láta ekki mikið yfir sér, þó þau séu undirstaða allra stórvirkjanna, sinntu hér einkum kennarar. Þá á ég ekki bara við skólana á biskupsetrunum tveimur, sem altént voru stofnaðir með konunglegum tilskipunum, heldur líka öll prestsetrin víða um landið þangað sem efnileg ungmenni voru tekin í fóstur. Þar var þeim kennd undirstaðan og þau búin undir frekara nám. Þaðan stefndu haust hvert skarar af skólapiltum heim til Hóla og Skálholts um fjallaskörð og sanda. Þeir sem kynnst hafa íslenskum fjöllum og ám gera sér óðara grein fyrir muninum á þessum piltum og Comeniusi fótgangandi á heimleið að loknu námi þar suður á meg- inlandinu. Upp úr þeim jarðvegi er hin yfirlætislausa saga Janua á íslandi sprottin. Varðveisla íslensku þýðingarinnar hér í Landsbóka- safni (Lbs 1266, 8vo) hefur orðið mér hvati til að rifja þá sögu upp. Handritaskráin telur þetta vera þýðingu Ólafs Jónssonar rektors í Skálholtsskóla1 frá árunum 1660-70, rit- aða með hendi sem minni á rithönd Sigurð- ar lögmanns Bjömssonar, en hann var nemandi Ólafs og sveinn Brynjólfs bisk- ups. Handritið allt er 292 síður og latneski textinn vinstra megin á opnunni en íslenska þýðingin hægra megin. Hún er óheil. Upp- hafið og titilblað vantar svo þýðingin hefst ekki fyr en á 31. málsgrein IV. kafla. Sein- asta síða þýðingarinnar endar á tveim 1 ínum úr LXV. kafla en lameski textinn heldur áfram án samsvarandi þýðingar allt fram að 700. málsgrein LXVII. kafla. Vandalaust er að geta sér til um það hvemig bók Comeniusar er til Skálholts komin. Brynjólfur Sveinsson var kunnur fyrir áhuga sinn á endurbótum í kennslu- háttum. Hann lét af embætti 1667. En nefna má til frekari íhugunar að dönsk þýðing á Janua var ekki prentuð fyr en 1667 og þá án frumtextans. Islenski þýðandinn, Ólafur Jónsson, f. 1637, var af ætt Reykholtspresta og útskrif- aðist úr Skálholtsskóla árið 1655, stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár, var ráðinn heyrari til Skálholtsskóla árið 1659, rektor 1667 og gegndi því starfi þar til hann varð prófastur í Þverárþingi í Múla- sýslu vorið 1688, en andaðist um haustið það sama ár. Hann starfaði að kennslu leng- ur en nokkur annar maður á 17. öld, samtals 29 ár, en sjaldgæft var að menn ílentust í rektorsstörfum heldur sóttu þeir frekar í góð prestsembætti. Um kjör Ólafs má geta þess að hann var kvæntur og átti tvo syni, en laun skólameistara vom afgjöld 9 jarða í Kjalar- nesþingi.2 Þýðing þessa ævilanga kennsluþræls á Janua er svosem ekki lýtalaus, en ég læt galla hennar liggja á milli hluta. Mikils- verðara tel ég það að eftir henni lærði að minnsta kosti ein kynslóð nemenda í Skál- holti latínuna sína. En þar með er sögu Janua linguarum á Islandi þó engan veginn lokið. Ritið örvaði fleiri Islendinga til að bæta latínukennsluna, og flestir tengjast þeir Skálholtsskóla. Úr skólastofum Skál- holts má rekja suma þessa þræði víða um landið og allt fram á næstu öld. Meðal þeirra sem látið hafa eftir sig vitn- isburð um áhuga áJanua, er Páll lögmaður Vídalín. Áður en hann hóf sinn veraldlega embættisferil hafði hann einnig þjónað Skálholtsskóla í sex ár; var þar rektor á árunum 1690-1696, tók semsé við því starfí tveim árum eftir lát þýðanda Janua, Ólafs Jónssonar. Hann „kvaðst mundi hafa verið við það alla ævi sína, hefði sig ei frá því hrakið það harðlíf, er hann hafði átt 38 TMM 1991:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.