Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 14
Heimir Pálsson
Hvaö er þá orðið okkar starf?
Einhversstaðar í sálardjúpi íslendinga
blundar hugmynd um að hvað sem öllum
ágreiningsmálum líði eigum við sameigin-
legt það sem við köllum „að vera Islending-
ur.“ Sjálfsagt verja menn mislöngum tíma
til þess að skilgreina fyrir sjálfum sér og
öðrum hvað í þessu felst, en flestir stað-
næmast þó að líkindum við óljós svör eins
og það að „við eigum okkur sameiginiega
menningu.“ Langoftast reikar svo hugsunin
áfram að sameign okkar, tungumálinu.
Þetta hefur orðið þeim sem hér skrifar
áleitið umhugsunarefni undanfamar stríðs-
vikur, einkanlega þar sem hann hefur gert
sér far um að lesa allnákvæmlega það sem
a.m.k. tvö dagblöð þjóðarinnar hafa haft að
segja um fréttaflutning af Persaflóastríði,
stríð í beinni útsendingu, reglugerðabreyt-
ingu vegna þess o.s.frv. Þessar línur skrifar
hann ekki umfram allt til þess að koma á
framfæri afdráttarlausri afstöðu (enda erf-
iðara og erfiðara með hverri stundinni að
taka afdráttarlausa afstöðu) heldur til að
brýna fyrir sér og öðmm að þetta er ekki
einfalt mál og að við megum ekki kalla yfir
okkur stórslys vegna þess eins að við gefum
okkur ekki tóm til að hugsa okkar gang.
Atburðarásin hefur þegar hér er komið
sögu verið þessi: Með Persaflóastríðinu hóf
Stöð 2 beint endurvarp með óþýddum frétt-
um bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
CNN. Útvarpsréttamefnd úrskurðaði að
þessar útsendingar væm reglugerðarbrot
þar sem á hvíldi þýðingarskylda. Mennta-
málaráðherra breytti reglugerðinni 17.
janúar. Ríkissjónvarpið brá þá við og hóf
endurvarpssendingar á fréttum bresku sjón-
varpsstöðvarinnar Skæ (SKY).
Umfjöllun dagblaða um þetta efni er orð-
in talsvert mikil og fróðleg. Hins vegar er
einatt af skiljanlegum ástæðum aðeins horft
á málið frá einu sjónarhomi í senn. Hér
verður reynt að nálgast það frá a.m.k. fimm
sjónarhomum og glíma við samsett rök: a)
rök fréttamennskunnar, b) rök tungunnar, c)
rök menningarinnar, d) rök jafnréttisins og
loks e) rök sjálfstæðra fjölmiðla. Umfjöll-
unin styðst við fréttir, greinar, ritstjómar-
greinar og viðtöl í Þjóðviljanum og
Morgunblaðinu 16.-29. janúar 1991.
Rök fréttamennskunnar
í frétt Morgunblaðsins 17. janúar 1991 er
haft eftir Eiði Guðnasyni alþingismanni:
En gamli fréttaneistinn segir mér að það
4
TMM 1991:1