Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 17
t.d. samanborið við áhrif dönsku á mál fyrri tíðar, einfaldlega vegna þess að aðstæður eru allt aðrar nú en þá og við vitum of fátt um aðrar breytur. En jafnsjálfsagt er að hafa stöðugt á sér andvara í þessu efni. Miklu alvarlegri sýnist mér þó sú ógnun sem Kristján Ámason, Árni Böðvarsson og fleiri hafa bent á og Kristján orðaði svo í Morgunblaðsgrein 24. janúar („Hvers vegna þýðingarskyldu?“): Önnur hættan er sú að menn hætti að nota íslensku til þeirra hluta sem hún hefur hing- að til þjónað og taki upp annað tungumál. Og síðar í sömu grein: Hinn augljósi keppinautur íslenskunnar er enskan. (...) Hættan er sú að enska taki við af íslensku sem annað mál jafnrétthátt og jafnnotadrjúgt íslenskunni. Þetta er áreiðanlega rétt en auðvitað alls ekki bundið þeirri breytingu einni sem gervihnattasjónvarpið veldur, heldur þeirri menningarlegu einsýni sem ávallt beinist í suður og vestur frá landinu. Þetta tengist svo náið við næsta rökhorn að það verður ekkert frá því skilið. Rök menningarinnar I inngangsorðum vék ég að því að flestir virtust sammála um að snar þáttur í því að vera Islendingur ætti skýringu sína í þeirri staðreynd að við eigum okkar eigin þjóð- menningu. Því miður eru skilgreiningar á þessari menningu einatt í skötulíki, en síð- ustu árin hafa flestir sem um fjalla lagt mikla áherslu á hversdagsmenningu þjóð- anna, hið daglega líf, viðhorf og viðmiðan- ir. Það verður svo dæmi sé tekið augljóst að þjóð sem ekki á her og aldrei hefur farið með vopnaskaki á hendur annarri þjóð hlýt- ur að líta stríð öðrum augum en þjóð sem áratugum og jafnvel öldum saman hefur staðið í fólkorustum og hlotið hemaðar- uppeldi. Um þetta er vandi að skrifa án þess að verða um of þjóðhverfur í rökum. Þess vegna skal skýrt tekið fram að sá sem þetta skrifar telur íslenska menningu ekki hótinu betri en aðra menningu — nema fyrir ís- lendinga og þá af þeirri sök einni að hún er íslensk. Hún er mótuð af aðstæðum í þessu landi, skírð í sögu þessarar þjóðar og það em fullnægjandi rök til að staðhæfa að okk- ur beri skylda til að hafa einatt hliðsjón af henni og spyrja um velferð hennar. Náskyld þessum rökum eru hin sögulegu. í menningu okkar er fólgin saga þjóðarinn- ar, er stundum sagt. Hún stendur föstum fótum í liðinni tíð, gefur okkur sýn langt aftur í tímann. Sérstaða íslendinga meðal vestrænna þjóða er máski mest sú að við getum lesið furðugamlar bækur okkur til skilnings. Taki menningin einhver koll- stökk getur þráðurinn til fortíðarinnar rofn- að og þá stöndum við eins og álfar út úr þeim hólnum. Ég nefndi viðhorf til vopnaskaks eða „vopnaviðskipta“ (sem erfróðlegt orð sakir tvíræðni sinnar). Það er að mínu viti lang- alvarlegast mála þegar skoðað er sjón- varpsdæmið, sem allar þessar umræður spretta af, að fréttamenn CNNs og Skæs, hversu ágætir sem þeir kunna að vera fyrir sinn hatt, horfa augljóslega á Persaflóa- stríðið með augum hermennskunnar — að minnsta kosti á meðan almenningsálit í löndum þeirra er á þeirri sveifinni. Með þessu er ekki sagt að þeir boði stríðsæsingar TMM 1991:1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.