Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 56
En nú hafði dregið svarta bliku á loft. Misvitrir ráðamenn á Orðheimtunni höfðu
einhvernveginn fengið því framgengt að stofnunin yrði tölvuvædd og raunar var þetta
svo langt komið að þegar var búið að setja upp hluta af búnaðinum. Það var jafnvel farið
að mata þessi málmskrímsli, sem fyrr en varði mundu svelgja allt seðlasafnið. Þetta hafði
komið honum gjörsamlega í opna skjöldu og hann varð miður sín í hvert sinn er hann
hugleiddi hvað þetta hlyti að hafa í för með sér. Hvaða tölvugapi sem væri mundi geta
vaðið í safnið og snapað sér orð að vild sinni án nokkurrar kunnáttu eða skilnings. Ekkert
orð yrði lenguróhult. Litla orðasafnið hans gæti hver hálfviti heimtað á skjáinn og fengið
útskrifað á örskammri stund. Og hvað yrði að lokum um seðlana? Og hvað yrði um hann?
Allt þetta lagðist þungt á hann og það fór að læðast að honum sá grunur að hlutskipti
hans væri kannski ekki allskostar jafn gott og hann hafði trúað. Honum fannst nú að hann
hefði farið á mis við eitthvað, jafnvel látið hlunnfara sig á einhvem hátt, og fann allt í
einu sárt til þess að ef til vill væri starf sitt unnið fyrir gýg, eða öllu heldur, að það yrði
aldrei metið neins og sín aldrei getið að neinu. Hann iðraðist þess nú skyndilega að hafa
aldrei látið neitt frá sér fara á prenti; að hafa ekki tekið þátt í umræðum á sínu sérsviði og
þaðan af síður um orðheimtuna, sem þó var orðin ævistarf hans. En jafnframt rann það
upp fyrir honunt að enn væri ekki um seinan að reka af sér slyðruorðið og fór því að kynna
sér hvað samstarfsmenn hans væru að sýsla.
Einna fyrst varð fyrir honum tímaritsgrein eftir ungan málvísindamann undir heitinu:
„Hjáböm hér, hjáböm þar.“
Flestir munu kannast við að þegar skaft fer að gjögta í hrífuhaus, haka eða hverju öðru
verkfæri sem skaft er á, er litlum fleygum gjaman skotið niður með því til festingar. Þessir
fleygar em oft kallaðir hjáböm, en á nokkrum ámm hafði þessum unga vísindamanni
tekist að hafa uppi á hvorki fleiri né færri en tuttugu og þremur öðmm heitum á þessum
litlu hlutum. Þetta hafði vitaskuld krafist mikillar elju, látlausra bréfaskrifta, símtala og
eftirgrennslana, bæði í útvarpi og blöðum, en uppskeran hafði líka aflað greinarhöfundi
virðingar og aðdáunar kunnáttumanna, sem hetju þessarar sögu stóð nú aldrei þessu vant
hreint ekki á sama um. Hann fylltist öfund, sem hann hafði aldrei fundið til fyrr, yfir
þessari upphefð kollega síns og í gremju sinni hét hann því að linna ekki látum fyrr en
hann hefði dregið fram ekki færri en þrjátíu heiti á einhverjum þeim hlut, sem menn óraði
ekki fyrir að nokkum tíma hefði verið hirt um að gefa nafn.
Hér dugði ekkert af því sem hann hafði dregið í seðlasafnið, því þar var nú hálf þjóðin
að gramsa, og prívatsafnið ekki heldur vegna þess að það var allt fengið úr seðlasafninu.
Nei, hann yrði að hafa uppi á einhverju heiti sem aldrei hefði komist á blað eða bók og
fikra sig svo áfram í leit að samheitum, austur og vestur, út og suður.
46
TMM 1991:1