Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 56
En nú hafði dregið svarta bliku á loft. Misvitrir ráðamenn á Orðheimtunni höfðu einhvernveginn fengið því framgengt að stofnunin yrði tölvuvædd og raunar var þetta svo langt komið að þegar var búið að setja upp hluta af búnaðinum. Það var jafnvel farið að mata þessi málmskrímsli, sem fyrr en varði mundu svelgja allt seðlasafnið. Þetta hafði komið honum gjörsamlega í opna skjöldu og hann varð miður sín í hvert sinn er hann hugleiddi hvað þetta hlyti að hafa í för með sér. Hvaða tölvugapi sem væri mundi geta vaðið í safnið og snapað sér orð að vild sinni án nokkurrar kunnáttu eða skilnings. Ekkert orð yrði lenguróhult. Litla orðasafnið hans gæti hver hálfviti heimtað á skjáinn og fengið útskrifað á örskammri stund. Og hvað yrði að lokum um seðlana? Og hvað yrði um hann? Allt þetta lagðist þungt á hann og það fór að læðast að honum sá grunur að hlutskipti hans væri kannski ekki allskostar jafn gott og hann hafði trúað. Honum fannst nú að hann hefði farið á mis við eitthvað, jafnvel látið hlunnfara sig á einhvem hátt, og fann allt í einu sárt til þess að ef til vill væri starf sitt unnið fyrir gýg, eða öllu heldur, að það yrði aldrei metið neins og sín aldrei getið að neinu. Hann iðraðist þess nú skyndilega að hafa aldrei látið neitt frá sér fara á prenti; að hafa ekki tekið þátt í umræðum á sínu sérsviði og þaðan af síður um orðheimtuna, sem þó var orðin ævistarf hans. En jafnframt rann það upp fyrir honunt að enn væri ekki um seinan að reka af sér slyðruorðið og fór því að kynna sér hvað samstarfsmenn hans væru að sýsla. Einna fyrst varð fyrir honum tímaritsgrein eftir ungan málvísindamann undir heitinu: „Hjáböm hér, hjáböm þar.“ Flestir munu kannast við að þegar skaft fer að gjögta í hrífuhaus, haka eða hverju öðru verkfæri sem skaft er á, er litlum fleygum gjaman skotið niður með því til festingar. Þessir fleygar em oft kallaðir hjáböm, en á nokkrum ámm hafði þessum unga vísindamanni tekist að hafa uppi á hvorki fleiri né færri en tuttugu og þremur öðmm heitum á þessum litlu hlutum. Þetta hafði vitaskuld krafist mikillar elju, látlausra bréfaskrifta, símtala og eftirgrennslana, bæði í útvarpi og blöðum, en uppskeran hafði líka aflað greinarhöfundi virðingar og aðdáunar kunnáttumanna, sem hetju þessarar sögu stóð nú aldrei þessu vant hreint ekki á sama um. Hann fylltist öfund, sem hann hafði aldrei fundið til fyrr, yfir þessari upphefð kollega síns og í gremju sinni hét hann því að linna ekki látum fyrr en hann hefði dregið fram ekki færri en þrjátíu heiti á einhverjum þeim hlut, sem menn óraði ekki fyrir að nokkum tíma hefði verið hirt um að gefa nafn. Hér dugði ekkert af því sem hann hafði dregið í seðlasafnið, því þar var nú hálf þjóðin að gramsa, og prívatsafnið ekki heldur vegna þess að það var allt fengið úr seðlasafninu. Nei, hann yrði að hafa uppi á einhverju heiti sem aldrei hefði komist á blað eða bók og fikra sig svo áfram í leit að samheitum, austur og vestur, út og suður. 46 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.