Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 46
land. Einn þeirra var Comenius. Um fjög- urra ára skeið var hann í felum en veturinn 1628 lagði hann af stað til Póllands þangað sem flestir þessara útlaga líka stefndu. Þeir komu sér fyrir í Lissa þar sem Bræðra- lagssöfnuðurinn átti nær aldarlanga sögu. Og þangað tókst þeim að flytja hina frægu prentsmiðju Bræðralagsins og halda út- gáfustarfseminni áfram. I Lissa varð Com- enius kennari fyrst en síðan rektor við latínuskóla. Ritstörf stundaði hann áfram og varð allfrægur fyrir skólarit sín. Þetta skeið varð frjóasti kaflinn í ævi Comeni- usar. En ófriður með Svíum og Pólverjum batt á það skjótan endi. Árið 1656 var Lissa tekin herskildi og brennd til kaldra kola. Comenius barg lífi sínu naumlega en mátti öðru sinni sjá á bak öllum sínum eigum, prentuðum bókum og handritum sínum flestum. Hann varð nú að flýja þetta nýja ættland með trúbræðrum sínum öðrum, hraktist víða um Þýskaland en var að lokum boðið aðsetur í Amsterdam. Þangað fluttist hann 64 ára gamall, sat upp frá því í náðum við ritstörf sín allt til æviloka árið 1670. Hann var seinasti Bræðralagsbiskupinn. Comenius var mikill starfsmaður og samdi meira en 100 ritverk um heimspeki, guðfræði og uppeldismál auk skáldrita svo sem leikrita og dæmisagna. Að loknu námi hafði Comenius viljað leggja sitt að mörkum til aukinna mennta með Tékkum. Hófst hann þá handa við samningu tékkneskrar alfræði og viðaði að sér efni til tékkneskrar orðabókar. Undir fargi skálmaldarinnar sem þrúgaði ekki bara hann sjálfan og þjóð hans heldurgjörv- alla Evrópu, tók hann þó æ meir að láta sig velferð alls mannkynsins varða. Hann sneri sér að háleitu verkefni, alheimsfræði, alls- herjarkerfi sem tengt gæti alla mannlega þekkingu saman. Sannfæring hans var sú að þessi nýja þekking og víðtæk útbreiðsla hennar með stórbættum uppeldisaðferðum og kennsluháttum mundi stuðla að „al- mennri bót á málefnum manna“. Með hags- muni tékknesks skólastarfs í huga mótaði hann lýðræðislegar hugmyndir um al- menna menntun í skólum og kynnti þær í Tékknesku kennslufrœðinni sem hann jók síðarmeir og endursamdi fyrir alþjóðlegan lesendahóp á latínu, og kallaði þá Didactica magna. Grundvöll þeirra kennslufræða sem hann gerði grein fyrir í því riti notfærði hann sér í latneskum kennslubókum. Ein þeirra var Janua linguarum reserata eða Hinar opnuðu dyr tungumálanna sem flaug um Evrópu þvera og endilanga. Comenius var andvígur andlausum utanbókarlærdómi texta og flókinna málfræðireglna og setti í staðinn líflega og skiljanlega framsetningu hugtaka og heita úr náttúrufræði, mann- lífinu, ýmsum starfsgreinum, menningar- málum, siðfræði og trúarbrögðum. Þannig tengdi hann saman latínukennslu og fróð- leik um áhugaverða og þarflega hluti. í eitt hundrað köflum, eitt þúsund semingum og átta þúsund orðum átti Janua að sýna „heiminn allan og hina latnesku tungu“. Bókin kom út í Lissa árið 1631 — tékkn- esk þýðing hennar kom árið 1633 — og fljótlega tók hún að birtast víða um lönd, og var þýdd á flestar tungur Evrópu. í Stokk- hólmi einum birtust á árunum 1636-1647 tvær lamesk-þýskar útgáfur og sex sænsk- latnesk-þýskar, því textanum var snúið á sænsku árið 1640. En við Svía hafði Com- enius mikil og góð samskipti, gerði sér aukinheldur tálvonir urn aðstoð Svía við bágstadda tékkneska mótmælendur og út- laga. Árið 1642 gekk hann á fund Kristínar drottningar og Oxenstjema kanslara sem 36 TMM 1991:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.