Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 46
land. Einn þeirra var Comenius. Um fjög-
urra ára skeið var hann í felum en veturinn
1628 lagði hann af stað til Póllands þangað
sem flestir þessara útlaga líka stefndu. Þeir
komu sér fyrir í Lissa þar sem Bræðra-
lagssöfnuðurinn átti nær aldarlanga sögu.
Og þangað tókst þeim að flytja hina frægu
prentsmiðju Bræðralagsins og halda út-
gáfustarfseminni áfram. I Lissa varð Com-
enius kennari fyrst en síðan rektor við
latínuskóla. Ritstörf stundaði hann áfram
og varð allfrægur fyrir skólarit sín. Þetta
skeið varð frjóasti kaflinn í ævi Comeni-
usar. En ófriður með Svíum og Pólverjum
batt á það skjótan endi. Árið 1656 var Lissa
tekin herskildi og brennd til kaldra kola.
Comenius barg lífi sínu naumlega en mátti
öðru sinni sjá á bak öllum sínum eigum,
prentuðum bókum og handritum sínum
flestum. Hann varð nú að flýja þetta nýja
ættland með trúbræðrum sínum öðrum,
hraktist víða um Þýskaland en var að lokum
boðið aðsetur í Amsterdam. Þangað fluttist
hann 64 ára gamall, sat upp frá því í náðum
við ritstörf sín allt til æviloka árið 1670.
Hann var seinasti Bræðralagsbiskupinn.
Comenius var mikill starfsmaður og
samdi meira en 100 ritverk um heimspeki,
guðfræði og uppeldismál auk skáldrita svo
sem leikrita og dæmisagna.
Að loknu námi hafði Comenius viljað
leggja sitt að mörkum til aukinna mennta
með Tékkum. Hófst hann þá handa við
samningu tékkneskrar alfræði og viðaði að
sér efni til tékkneskrar orðabókar. Undir
fargi skálmaldarinnar sem þrúgaði ekki
bara hann sjálfan og þjóð hans heldurgjörv-
alla Evrópu, tók hann þó æ meir að láta sig
velferð alls mannkynsins varða. Hann sneri
sér að háleitu verkefni, alheimsfræði, alls-
herjarkerfi sem tengt gæti alla mannlega
þekkingu saman. Sannfæring hans var sú að
þessi nýja þekking og víðtæk útbreiðsla
hennar með stórbættum uppeldisaðferðum
og kennsluháttum mundi stuðla að „al-
mennri bót á málefnum manna“. Með hags-
muni tékknesks skólastarfs í huga mótaði
hann lýðræðislegar hugmyndir um al-
menna menntun í skólum og kynnti þær í
Tékknesku kennslufrœðinni sem hann jók
síðarmeir og endursamdi fyrir alþjóðlegan
lesendahóp á latínu, og kallaði þá Didactica
magna. Grundvöll þeirra kennslufræða
sem hann gerði grein fyrir í því riti notfærði
hann sér í latneskum kennslubókum. Ein
þeirra var Janua linguarum reserata eða
Hinar opnuðu dyr tungumálanna sem flaug
um Evrópu þvera og endilanga. Comenius
var andvígur andlausum utanbókarlærdómi
texta og flókinna málfræðireglna og setti í
staðinn líflega og skiljanlega framsetningu
hugtaka og heita úr náttúrufræði, mann-
lífinu, ýmsum starfsgreinum, menningar-
málum, siðfræði og trúarbrögðum. Þannig
tengdi hann saman latínukennslu og fróð-
leik um áhugaverða og þarflega hluti. í eitt
hundrað köflum, eitt þúsund semingum og
átta þúsund orðum átti Janua að sýna
„heiminn allan og hina latnesku tungu“.
Bókin kom út í Lissa árið 1631 — tékkn-
esk þýðing hennar kom árið 1633 — og
fljótlega tók hún að birtast víða um lönd, og
var þýdd á flestar tungur Evrópu. í Stokk-
hólmi einum birtust á árunum 1636-1647
tvær lamesk-þýskar útgáfur og sex sænsk-
latnesk-þýskar, því textanum var snúið á
sænsku árið 1640. En við Svía hafði Com-
enius mikil og góð samskipti, gerði sér
aukinheldur tálvonir urn aðstoð Svía við
bágstadda tékkneska mótmælendur og út-
laga. Árið 1642 gekk hann á fund Kristínar
drottningar og Oxenstjema kanslara sem
36
TMM 1991:1