Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 66
rauninni ekki annað en bíða aðeins meðan málin skýrðust, það mætti svo tala við manninn í Vögunum næst þegar Svenni kæmi í bæinn. En þegar hann kom næst var hann á hraðferð, hann var kominn í sumarfrí og var að fara í hópferð til Búlgaríu daginn eftir. Dag einn tilkynnti Bjarni að hann hefði frétt af skipsrúmi á ágætum báti vestur á fjörðum, kunningi hans væri á bátnum, þama væri góður aðbúnaður og rokveiði. Hann ætlaði að skella sér. Setur mínar í Kínverska garðinum vom orðnar stopulli. Ég hitti Palla af og til, svo frétti ég að hann væri kominn í byggingarvinnu, það væri mikið unnið, fram á kvöld og um helgar. Sumarið leið, ég leit öðm hverju inn í Kínverska garðinn og hitti Palla einstaka sinnum, einkum á laugardagskvöldum. Það fór að styttast í að skólinn hæfist hjá mér. Kunningjar mínir sem vom að vinna úti á landi fóru að tínast í bæinn, sumir þurftu að fara að svipast um eftir húsnæði. Ég kom í Kínverska garðinn síðasta kvöldið sem var opið þar. Stuttu eftir að ég var sestur þar kom Palli og Bjami með honum, vel fjáður, kátur og hraustlegur. Og hann átti sér draum. Hann sagði sem satt var að þetta væri öldungis fráleitt ástand í húsnæðismálunum. Menn væru að leigja hver um sig í einhverjum herbergjum, kjöllurum og risíbúðum sem þeir hefðu aðeins skamman tíma og borguðu okurleigu. Þess á milli væri maður á götunni. Við ættum að slá saman í púkk og kaupa stórt hús þar sem við gætum búið öll saman. Þetta væri ekkert mál ef við væmm mörg. Við ræddum þetta fram og aftur um kvöldið. Bjami bauð upp á rósavín og síðan fómm við á dansleik þar sem hópurinn tvístraðist eins og vill verða. Ég hitti þá bræður oft um veturinn. Bjami var hress og kátur. Það var alltaf gaman að hitta hann. En Palli drakk með meira móti þennan vetur. 56 TMM 1991:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.