Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 66
rauninni ekki annað en bíða aðeins meðan málin skýrðust, það mætti svo tala við manninn
í Vögunum næst þegar Svenni kæmi í bæinn. En þegar hann kom næst var hann á hraðferð,
hann var kominn í sumarfrí og var að fara í hópferð til Búlgaríu daginn eftir.
Dag einn tilkynnti Bjarni að hann hefði frétt af skipsrúmi á ágætum báti vestur á
fjörðum, kunningi hans væri á bátnum, þama væri góður aðbúnaður og rokveiði. Hann
ætlaði að skella sér. Setur mínar í Kínverska garðinum vom orðnar stopulli. Ég hitti Palla
af og til, svo frétti ég að hann væri kominn í byggingarvinnu, það væri mikið unnið, fram
á kvöld og um helgar.
Sumarið leið, ég leit öðm hverju inn í Kínverska garðinn og hitti Palla einstaka sinnum,
einkum á laugardagskvöldum. Það fór að styttast í að skólinn hæfist hjá mér. Kunningjar
mínir sem vom að vinna úti á landi fóru að tínast í bæinn, sumir þurftu að fara að svipast
um eftir húsnæði. Ég kom í Kínverska garðinn síðasta kvöldið sem var opið þar. Stuttu
eftir að ég var sestur þar kom Palli og Bjami með honum, vel fjáður, kátur og hraustlegur.
Og hann átti sér draum. Hann sagði sem satt var að þetta væri öldungis fráleitt ástand í
húsnæðismálunum. Menn væru að leigja hver um sig í einhverjum herbergjum, kjöllurum
og risíbúðum sem þeir hefðu aðeins skamman tíma og borguðu okurleigu. Þess á milli
væri maður á götunni. Við ættum að slá saman í púkk og kaupa stórt hús þar sem við
gætum búið öll saman. Þetta væri ekkert mál ef við væmm mörg. Við ræddum þetta fram
og aftur um kvöldið. Bjami bauð upp á rósavín og síðan fómm við á dansleik þar sem
hópurinn tvístraðist eins og vill verða.
Ég hitti þá bræður oft um veturinn. Bjami var hress og kátur. Það var alltaf gaman að
hitta hann. En Palli drakk með meira móti þennan vetur.
56
TMM 1991:1