Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 88
Dómsdagur Michelangelos talinn mestur allra
listaverka. Hann hræðir mest!
Hvernig lutgga trúarbrögöin?
— Með því að veita von um sælu í lífi handan
dauðans þeim til handa sem í lifanda lífi strita
og þjást fyrir hástéttina.
Hvað vitum við um gttð?
— Ekkert!
Er lífeftir dauðann?
— Um það veit enginn neitt, enda kemur það
engum við. Þvíhljótum við að lifa fyrir þetta líf.
[•••]
Hver var Kristur?
— Óvenjulegur maður sem á sinn hátt vildi
fræða lágstéttina og bjarga henni. [...]
Hvað er samviskubit?
— Það að finnast maður hafa óhlýðnast fyrir-
mælum.
Af gerðum hástéttarinnar að dæma skortir
hana algerlega samvisku. Það er fullkomlega
eðlilegt þar sem fyrirmæli hennar eru aðeins
ætluð lágstéttinni. Sjálf lifir hún bara eftir einu
lögmáli: „Það sem ég geri er rétt!“
Hver gefur fyrirmœlin?
— Hástéttin! [...]
Hefur lágstéttin ekki meiri þörffyrir lífsviður-
vœri en trúarbrögð?
— Vissulega, miklu meiri.
Södd hástétt álasar svangri lágstéttinni fyrir
hugsa ekki um neitt annað en villimannlega
saðningu.
Og lágstéttin lætur gott heita. [...]
Hvað eru stjórnmál?
— Stjórnunaraðferð eða -list hástéttarinnar
við að bæla lágstéttimar. Með stjómlist er líka
átt við sviksamlegt athæfi eða klæki.
Hvað eru utanríkismál?
— Samvinnan milli hástétta hinna ýmsu
þjóða. [...]
Hvað eru innanríkismál?
— Hagsmunavarsla hástéttarinnar gagnvart
lágstéttinni. Þingið gegnir aðeins því hlutverki
að ákveða skatta. Skattféð er notað í veislur og
laun handa hástéttinni. Allt starf þingsins felst í
að ákveða á hvem skattbyrðinni skuli velt.
Hvað er þjóðhöfðingi?
— Fulltrúi hástéttarinnar, sem vakir yfir
hagsmunum hennar. [. ..]
Hvers vegna er hástéttin svona hrifin af aif-
bornum þjóðhöfðingjum ?
— Vegna þess að þannig tryggir hún hags-
muni sína eins og best verður á kosið og innrætir
lágstéttinni þá hugmynd að þjóðhöfðinginn sé
goðkynjaður. [. ..]
Við hvaða vald styðst þjóðhöfðinginn?
— Við auðmagn, hjátrú og grímulaust of-
beldi.
Vald þjóðhöfðingja í löndum sem hafa stjóm-
arskrá er meira en menn halda. Hann ræður
öllum embættum, heiðursviðurkenningum, öll-
um styrkjum, öllum skriðdýrasjóðum og öllum
skriðdýmm (sem hann heldur án þess að refsa
þeim).
Hvernig gœtir lágstéttin hagsmuna sinna gagn-
vart hástéttinni?
— Með því að greiða atkvæði þar sem um
kosningarétt er að ræða.
Hefur hún engin önnttr ráð?
— Byltingu.
Hvenœr er bylting lögleg?
— Þegar hún heppnast.
Hvernig getur hún þá orðið lögleg?
— Byltingarmennimir setja lög um að hún sé
lögleg. [...]
Er bylting ráðleg?
— Það fer eftir því hvort líkur em á að hún
heppnist. [...]
Hvað eru lög?
— Uppfinning hástéttarinnar sem þjónar
þeim tilgangi að halda lágstéttinni í skefjum á
löglegan hátt, eins og það er kallað.
Hefur hástéttin samið lögin?
78
TMM 1991:1