Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 7
skáldskap í málfræðiritgerð sinni. Fyrir-
myndir Olafs voru latneskar og settu um-
fjöllun hans um norrænan kveðskap
skorður sem ekki eru fyrir hendi í Snorra-
Eddu\ en þóerreyndarsennilegt að skipting
Eddu í kafla um mál skáldskapar (3. hluti)
og bragarhætti (4. hluti) byggist á þekktum
fyrirmyndum (SnE 1931,85, 15-16; Cluni-
es Ross 1987, 22-34).
Ef Snorri fékk aðeins undirstöðumenntun
að Odda, eins og líklegt virðist, er mjög
sennilegt að hann hafi þekkt og numið lat-
neska málfræði af ritum Aeliusar Donatus-
ar, sem uppi var um miðja 4. öld. Rit hans,
Ars minor og Ars maior voru þekktustu og
mest notuðu kennslubækur í málfræði frá
því snemma á miðöldum fram á 13. öld
(Robins 1951; Holtz 1981). Ars minor var
ætluð byrjendum og fjallaði um hluta ræð-
unnar og latneska tungu. Ars maior var
ætluð lengra komnum nemendum og var að
vissu leyti fræðilegri. I þriðja hluta hennar
var einfalt yfirlit yfir fígúmr og trópa hinnar
fomu mælskufræði og var hvert stílbragð
útskýrt með tilvitnun í latneskan höfund.
Þriðji hluti Ars maior var að líkindum þekk-
ingargrundvöllur flestra miðaldanemenda á
sviði fornrar skáldskaparfræði fremur en
mælskufræðirit Ciceros og Quintilianusar.
Engin ástæða virðist til að ætla að rit þess-
ara höfunda eða Rhetorica ad Herennium
hafi verið þekkt á íslandi á dögum Snorra,
þó að fleiri og nýrri heimildir hafi verið
tiltækar á 14. öld (Foote 1982). Á hinn
bóginn er ærinn vitnisburður um þekkingu
íslendinga á Donatusi. Olafur Þórðarson
þekkti rit hans greinilega og notaði reyndar
einnig fyrstu tvær bækur Institutiones
grammaticae eftir sjöttu aldar höfundinn
Priscianus (Ólsen 1884, xxxviii; Collings
Óöinn. Bókarskreyting úr „Melsteds Eddu“
trá 18. öld. (Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir).
1967). Bjöm Ólsen gerir ráð fyrir að Ólafur
hafi ætlað ritgerð sína til notkunar í skóla
sem hann starfrækti í Stafaholti og virðist
það líklegt (Ólsen 1884, xxxv-vii).
Hvort svo sem Snorri þekkti þriðja hluta
Ars maior eftir Donatus eða var bara kunn-
ugt um efni og efnismeðferð kennslubóka
um skáldskaparfræði, þá er líklegt að efn-
isskipan í Skáldskaparmálum tengist að
verulegu leyti kennslu og þeirri venju Don-
atusar að lýsa fyrst stílbragði og taka svo
dæmi úr latneskum skáldskap til skýringar.
Beint lá við fyrir íslenskan fræðimann sem
skrifaði á íslensku um innlendan skáldskap
að taka dæmi til skýringar.3 Það gerir Snorri
í Skáldskaparmálum.
I þeim hluta Eddu er að finna lista orða
TMM 1991:3
5