Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 14
námsefni skólanna og áður var. Heimilda-
rýni og formgerðarsagnfræði nútímans
hafa þokað honum úr sessi. I rannsóknum
er hann heldur ekki sú lykilpersóna sem
hann var á 19. öld og í byrjun þeirrar tutt-
ugustu. Og það stendur reyndar heima, að
við getum ekki lengur treyst á frásagnir
hans sem fyrr. Margar af bestu sögum
Snorra eru flökkusögur eða skáldskapur að
meira eða minna leyti. En hann er hvorki
verri höfundur fyrir vikið né heldur eru verk
hans minna um verð til skilnings á for-
tíðinni nema síður sé. Þegar menn gera sér
ljóst hversu mjög hann mótar efnivið sinn,
skilja þeir hve mikilhæfur sagnfræðingur
hann var. Og þegar menn rannsaka rök-
semdafærslur hans, skýringar og mat, fá
þeir innsýn í hugsun, gildismat og hegðun
íslenskra tignarmanna á fyrri hluta 13. aldar
og kannski einnig skilning á mikilsverðum
þáttum í íslensku og norsku miðaldasam-
félagi. Hér er nefnilega um athuganda að
ræða sem sjálfur var þátttakandi í stjóm-
málunum sem hann lýsir og hafði jafnframt
athyglisgáfu, góða yfirsýn, ályktunar- og
tjáningarhæfni sem hlýtur að vekja virð-
ingu og aðdáun.
Eftir Stiklastaöaorustu
Snorri birtist hvarvetna í Heimskringlu sent
stjómmálaskýrandi. Sem dæmi má taka
lýsingar hans á atburðunum eftir bardagann
við Stiklastaði. Ólafur konungur liggur
veginn á vígvellinum. Liðsmenn hans eru
ýmist fallnir eða flúnir. Sveinn Danakon-
ungur, móðir hans Alfífa og bandamenn
þeirra úr hópi höfðingja og bænda í
Þrændalögum fögnuðu sigri. En þá taka
undarlegir hlutir að gerast. Sjúkir menn
sem snerta lík konungs verða heilir. Jafnvel
ári síðar er lík konungs óskemmt og fagurt,
og hár hans og skegg hafa sprottið sent
ekkert væri. Nýju valdhafamir setja ströng
lög og njóta lítillar lýðhylli. Ári eftir dauða
sinn er konungurinn, sem áður var hataður
svo mjög, lýstur dýrlingur og jarðneskar
leifar hans lagðar í skrín, og fjómm árum
síðar eru dönsku herramir famir, án þess að
til teljandi átaka hafi komið, og sonur Ólafs
helga, Magnús, er sæmdur konungstign
barn að aldri. Mikil og skyndileg umskipti
hafa orðið í stjórnmálum landsins. Hvemig
má skýra þau? Hér er um klassískan sagn-
fræðivanda að ræða, og umskiptin hafa
valdið sagnfræðingum miklum heilabrot-
um allt fram á þennan dag.
I augum Snorra og samtímamanna hans
var þetta mál að vissu leyti auðskiljanlegt.
Að þeirra dómi gat enginn vafi leikið á að
Guð var að verki. Snorri var án efa sann-
færður um að kraftaverk áttu sér stað eftir
dauða Ólafs, að hann var sannur dýrlingur
og að Guð greip inn í söguna af þeirri
ástæðu. En hann lætur þó ekki þessa skýr-
ingu duga eina saman. Að dómi Snorra
heyrir það til undantekninga að Guð hafi
bein afskipti af sögu mannanna. Allajafna
eru athafnir mannanna sjálfra orsakavaldur
sögulegra atburða. Og þó að Guð grípi inn
í atburðarásina er hluta skýringarinnar að
leita í mannlegum aðstæðum.
Foringjar uppreisnarinnar
I túlkun sinni á atburðunum beinir Snorri
þess vegna athyglinni öðru fremur að
tveimur mönnum, höfðingjunum Einari
þambarskelfi og Kálfi Árnasyni, sem báðir
eru úr Þrændalögum, því fylki sem Snorri
telur skipta sköpum á þessum tíma. Einar
var einn af fomum mótherjum Ólafs. Eftir
12
TMM 1991:3