Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 36
ið á forsendum karla. Það má nefnilega
snúa öllu upp á andskotann, til þess var
hann skapaður.
Verk Jónasar liggja næsta vel við höggi ef
við höfum hina „femínísku sýn“ að leiðar-
I jósi við túlkun þeirra. Ég ætla að tileinka
mér hana um stund og greina Sláttuvísu
(„Fellur vel á velli / verkið karli sterkum")
samkvæmt því sjónarmiði að þar megi
greina skarpar andstæður hins kvenlega og
þess karllega.
„Femínísk“ túlkun á
Sláttuvísu Jónasar Hallgrímssonar
Bókmenntastofnunin (karlhefðin) hefur af-
greitt Sláttuvísu Jónasar Hallgrímssonar
sem saklausan og lýrískan sveitasæluskáld-
skap. Er það dæmigert fyrir viðhorf þeirrar
stofnunar sem ætíð stendur vörð um sjón-
armið karla. En hver er hinn raunverulegi
boðskapur kvæðisins til kvenna?
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum
Orðaval skáldsins vekur sérstaka athygli og
lýsir ótvíræðri aðdáun á því sterka og karl-
mannlega.
blómin bíða dóminn
bítur ljár í skára ...
Hér hittir ekki vinur vini á fögrum velli,
heldur mætast eyðileggingarafl karlveldis
og það litla og kvenlega (blóm). En um leið
gætir þama ákveðins tvískinnungs hjá
skáldinu sjálfu. Hann hefur afneitað þeim
„smávinum fögru“ sem hann mærði svo í
mörgum ljóða sinna (sbr. „. . . blessaðu,
faðir! blómin hér, blessaðu þau í hvurri
sveit“). Er tvískinnungur í garð hins kven-
lega reyndar eitt helsta einkenni rómantísks
skáldskapar.
Glymur Ijárinn, gaman! ...
Ekki er nóg með að eyðingarstarfi karlveld-
isins (helstu iðju þess urn aldir) fylgi hopp
og hí, heldur hljóma frýjunarorð karlsins til
kvenverunnar sem gengur á eftir og hreins-
ar valinn:
heft er hönd á skafti,
höndin ljósrar drósar.
Eltu! áfram haltu!
ekki nær mér, kæra!
Nei, „ekki nær mér kæra!“, því að sjálf-
sögðu er hann, karlinn, alltaf feti framar.
Nálgist hún hann um of þá ógnar það karl-
mennskuímynd hans. Hann hlýtur því að
þagga niður í henni á tungumáli sem byggir
á orðum eins og: „Ekki“ („Ekki má“, hafa
ævinlega verið skilaboð karla til kvenna) og
„Áfram haltu!“ („Svona er lífið Valgerður,
það verður að vinna,“ sagði karlinn þegar
hann setti pokann á bak kerlingu sinni). Hér
fær kvenveran þau sömu boð, í skipunartón.
En hún má heldur ekki fara of fjarri karl-
inum þvíþá missirhann völd yfirhenni. Og
ekki getur hann stillt sig um að gorta af
„afrekum“ sínurn:
Arfi lýtur orfi,
allar rósir falla,
stutta lífið styttir
sterkur karl í verki,
heft er hönd á skafti,
hrífan létt mér ettir,
glymur ljárinn, gaman!
grundin þýtur undir.
34
TMM 1991:3