Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 39
ekkert aðskilur. Minna þau mjög á lýsingu
Juliu Kristevu á„kórunni“, þeim staðfrum-
hvata, hamingju og snertingarinnar sem
heyrir upprunanum og móðurinni til. Um
leið verður að koma þessum líkama móð-
urinnar í kerfi, rífa upp grösin og troða í
poka til þess síðan að bera til byggða (272).
Ef við tökum mark á túlkun Helgu og tengj-
um hana orðum sögumanns þá mætti ætla
að þegar hann talar fjálglega um að sjá von
sína rætast þá eigi hann við að loksins gefist
honum tækifæri til að koma líkama móður-
innar í kerfi. Tínsla hans er gleðiverk sem
hann vonar að aðrir á hans reki hafi reynt
og hann gerir reyndar ráð fyrir því að svo
sé. Var grasatínsla unglinga á 19. öld þá
almenn manndómsraun og kerfisbundin at-
laga að móðurlíkamanum? En það er eins
og Helga geri ekki ráð fyrir því. Hún færir
ekki rök að því að orð sögumanns styðji
kenninguna. Hún kýs að láta eins og þau
hafí ekki verið sögð. Það lýsir nokkurri
vantrú á eigin kenningu að geta ekki notað
texta sögunnar henni til stuðnings. Eða er
því á hinn veginn farið, beinist vantrúin að
textanum, styður. hann kenninguna ekki
nægilega?
Þau frændsystkinin hafa slíka ánægju af
grasatínslunni að þau fylla peysu drengsins
af grösum. Peysuna hefur systirin saumað
saman svo hægt sé að nota hana sem poka
og við það gerir Helga eftirfarandi athuga-
semd:
Hún á að sauma, svo að hann verði manna-
legri. Það er ekki einungis að hiin vísi hon-
um veginn. leiði hann upp fjallið og tíni
með honum í pokana, hún á einnig að búa
til fyrir hann karlmennskuumbúðirnar
(273).
Drengurinn ber peysuna síðan úttroðna (af
karlmennsku?) framan á sér. Helga segir:
Karlmennskumyndin er því um leið skýr
óléttumynd. Með þessu má segja að kven-
gervingin sé fullkomin. A táknrænan hátt
er frændinn búinn að sölsa undir sig móð-
urlíkamann, orðinn kona sjálfur (273).
Tuttugustu aldar rithöfundur, sem sumum
fannst sérvitur, hefur skráð frásögnina
„Þegar ég varð óléttur“ og þótti öllum frum-
leg og kostuleg lesning, en vitaskuld var þar
aðeins um hugarburð að ræða. Hér verður
drengur á nítjándu öld að karlmanni með
því að verða fyrst kona. Þetta hljómar furðu
módemískt og hlýtur að teljast til tíðinda,
kjósum við að trúa. Það er athugandi fyrir
þá sem sérhæft hafa sig í skrifum um mód-
emisma hvort ekki sé nú ráð að flokka
Jónas Hallgrímsson sem fyrsta íslenska
módemistann.
Það hefði styrkt túlkun Helgu að ein-
hverju leyti hefði hún getað sýnt fram á að
persóna drengsins tæki einhverjum breyt-
ingum eftir göngu inn í fæðingarveg og
söfnun manndóms. Það tekst henni ekki.
Hún gerir sér grein fyrir því en segir að í
verkinu sjálfu mistakist manndómsraunin,
hún verði frændanum ofraun. Astæðan er
grjóthrun í fjallinu. Við skulum hafa í huga
að fjall og steinn eru karlmennskutákn, grös
og rindi tákn hins kvenlega. Það sem gerist
er að sögn Helgu:
Steinninn ógnar grösunum og rindanum, en
í þessu er þversögn. því að um leið hróflar
hann við fjallinu, tákni karlmennskunnar,
sem hann er sjálfur hluti af (278).
Þama ræðst hluti karlveldis, innan náttúru,
á hinn kvenlega hluta, ekki virðist fullkom-
TMM 1991:3
37