Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 41
síðar séð sér leik á borði og haft ljóða- þýðinguna af systurinni því hún segir: Þá er það athyglisvert að ljóð systurinnar í „Grasaferð" er ekki nema „að sönnu upp- kast“ sem hún vann ekki úr sjálf. Það gerði hins vegar Jónas og birti í Fjölni. Má það teljast táknrænt fyrir bókmenntir kvenna (266). Enn er ekki greint á milli raunveruleika og skáldskapar. Því verður ekki mótmælt að Hildur Bjamadóttir er heillandi ung kona og stórgáfuð, en líf sitt á hún eingöngu innan skáldverks. Hún er sköpun sem lofar meistara sinn, Jónas Hallgrímsson. Og hann gaf henni ljóðaþýðingu. Það getur á engan hátt talist óeðlilegt að höfundur leggi til ljóðauppkast í skáldverk sitt en birti síð- an sömu ljóðaþýðingu í endurskoðaðri gerð undir eigin nafni. Það telst ekki ritstuldur og það er heldur ekki táknrænt fyrir bók- menntir kvenna hvernig Jónas vann kvæði fyrir Fjölni. Helga heldur ekki ró sinni í þessu máli og segir: „Systirin hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því að upp kæmist um skáld- skap hennar. Yfir honum hefur verið vand- lega þagað“ (263). Hún vísar þar til þess að ýmsir hafi orðið til þess að amast við ljóða- þýðingum sögunnar, og segir það megi vera vegna þess að önnur þeirra sé eftir konu. Þetta er léttvæg röksemd þegar haft er í huga að þýðingin er í raun verk karlmanns. Hins vegar reynir það mjög á trúgimi les- enda þegar unglingar í skáldverki þylja og ræða skáldskap eins og lærðustu menn. Helga bendir á gildi þeirra umræðna sem koma í kjölfar á flutningi þeirra og segir (að mínu mati réttilega): „Út frá ljóðaþýðing- unum spinnst umræða um konur og skáld- skap, sem er langt á undan sínum tíma og einstæð í íslenskum bókmenntum“ (263). Og nú spyrég: Erþaðfyrirtilstuðlan Hildar Bjarnadóttur? Þó að óskhyggja Helgu Kress sé rík, megnar hún ekki að gera Hildi Bjamadóttur að öðru en sögupersónu í sögu eftir Jónas Hallgrímsson. Að sögn Helgu hafði Jónas Hallgrímsson skáldskapinn af Hildi Bjamadóttur og birti hann í Fjölni sem sinn eigin. I grein sinni, „Sáuð þið hana systur mína?“ færir Helga Hildi skáldskapinn aftur og gott betur því hún færir henni höfundarverkið allt. En í lok greinar sinnar kemst hún að þeirri nið- urstöðu að „fslensk sagnagerð síðari tíma [eigi] upptök sín í kvenlegri sýn og tungu- máli sem hróflar við karlmennskuhugtak- inu og brýtur það niður“ (284). Þessi einkenni finnur Helga í Grasaferð. Helga viðurkennir að Jónas hafi skráð söguna en systirin er að mati hennar hinn raunverulegi hvati og því megi eigna henni verkið. Eigum við að halda okkur við röksemd- arfærslu á borð við þá áðurnefndu um hvata og uppsprettur, þá getum við farið að skrá bókmenntasöguna á nýjan leik. Þá færum við Þóru Gunnarsdóttur Ferðalok og fleiri ljóð Jónasar og er hún um leið orðin mesta skáldkona sem þjóðin hefur fóstrað. Viljum við síðan fjölga konum í skáldastétt þá er skáldskapur Davíðs Stefánssonar trúlega heil gullnáma. Og loksins loksins getum við farið að hafa Nóbelinn af Laxness. 7. Ást á skáldskap? Grein Helgu Kress um Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar er sviðsetning Helgu á ákveðinni hugmyndafræði sem er henni á við trú. Það er nú einu sinni þannig að telji menn sig hafa fundið algildan sannleika þá samsama þeir sig honum, önnur viðhorf TMM 1991:3 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.