Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 41
síðar séð sér leik á borði og haft ljóða-
þýðinguna af systurinni því hún segir:
Þá er það athyglisvert að ljóð systurinnar í
„Grasaferð" er ekki nema „að sönnu upp-
kast“ sem hún vann ekki úr sjálf. Það gerði
hins vegar Jónas og birti í Fjölni. Má það
teljast táknrænt fyrir bókmenntir kvenna
(266).
Enn er ekki greint á milli raunveruleika og
skáldskapar. Því verður ekki mótmælt að
Hildur Bjamadóttir er heillandi ung kona
og stórgáfuð, en líf sitt á hún eingöngu
innan skáldverks. Hún er sköpun sem lofar
meistara sinn, Jónas Hallgrímsson. Og
hann gaf henni ljóðaþýðingu. Það getur á
engan hátt talist óeðlilegt að höfundur leggi
til ljóðauppkast í skáldverk sitt en birti síð-
an sömu ljóðaþýðingu í endurskoðaðri gerð
undir eigin nafni. Það telst ekki ritstuldur
og það er heldur ekki táknrænt fyrir bók-
menntir kvenna hvernig Jónas vann kvæði
fyrir Fjölni.
Helga heldur ekki ró sinni í þessu máli og
segir: „Systirin hefði ekki þurft að hafa
áhyggjur af því að upp kæmist um skáld-
skap hennar. Yfir honum hefur verið vand-
lega þagað“ (263). Hún vísar þar til þess að
ýmsir hafi orðið til þess að amast við ljóða-
þýðingum sögunnar, og segir það megi vera
vegna þess að önnur þeirra sé eftir konu.
Þetta er léttvæg röksemd þegar haft er í
huga að þýðingin er í raun verk karlmanns.
Hins vegar reynir það mjög á trúgimi les-
enda þegar unglingar í skáldverki þylja og
ræða skáldskap eins og lærðustu menn.
Helga bendir á gildi þeirra umræðna sem
koma í kjölfar á flutningi þeirra og segir (að
mínu mati réttilega): „Út frá ljóðaþýðing-
unum spinnst umræða um konur og skáld-
skap, sem er langt á undan sínum tíma og
einstæð í íslenskum bókmenntum“ (263).
Og nú spyrég: Erþaðfyrirtilstuðlan Hildar
Bjarnadóttur? Þó að óskhyggja Helgu
Kress sé rík, megnar hún ekki að gera Hildi
Bjamadóttur að öðru en sögupersónu í sögu
eftir Jónas Hallgrímsson.
Að sögn Helgu hafði Jónas Hallgrímsson
skáldskapinn af Hildi Bjamadóttur og birti
hann í Fjölni sem sinn eigin. I grein sinni,
„Sáuð þið hana systur mína?“ færir Helga
Hildi skáldskapinn aftur og gott betur því
hún færir henni höfundarverkið allt. En í
lok greinar sinnar kemst hún að þeirri nið-
urstöðu að „fslensk sagnagerð síðari tíma
[eigi] upptök sín í kvenlegri sýn og tungu-
máli sem hróflar við karlmennskuhugtak-
inu og brýtur það niður“ (284). Þessi
einkenni finnur Helga í Grasaferð. Helga
viðurkennir að Jónas hafi skráð söguna en
systirin er að mati hennar hinn raunverulegi
hvati og því megi eigna henni verkið.
Eigum við að halda okkur við röksemd-
arfærslu á borð við þá áðurnefndu um hvata
og uppsprettur, þá getum við farið að skrá
bókmenntasöguna á nýjan leik. Þá færum
við Þóru Gunnarsdóttur Ferðalok og fleiri
ljóð Jónasar og er hún um leið orðin mesta
skáldkona sem þjóðin hefur fóstrað. Viljum
við síðan fjölga konum í skáldastétt þá er
skáldskapur Davíðs Stefánssonar trúlega
heil gullnáma. Og loksins loksins getum
við farið að hafa Nóbelinn af Laxness.
7. Ást á skáldskap?
Grein Helgu Kress um Grasaferð Jónasar
Hallgrímssonar er sviðsetning Helgu á
ákveðinni hugmyndafræði sem er henni á
við trú. Það er nú einu sinni þannig að telji
menn sig hafa fundið algildan sannleika þá
samsama þeir sig honum, önnur viðhorf
TMM 1991:3
39