Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 52
um þennan heim af neyðarkalli fjölmiðl- anna á nokkurra ára fresti, finnur samhljóm þótt leikið sé á hljóðfæri gerólíkra tungu- mála, sér gleði og sorg sem svipar saman einsog hjörtunum hjá Tómasi Guðmunds- syni. Uns honum er dag einn varpað út úr amerískri hátækniþyrlu í miðri eyðimörk Súdan, að kanna ástand mála vegna frétta sem Rauða krossinum hafa borist. Og þegar þyrlurykinu léttir á berum melnum sér hann svartar þústir nálgast: Flóttafólk sem eng- inn veit hvaðan kemur, hvað er að sækja á þennan skelfilega stað, né hvað það er að flýja. í fyrsta sinn í ferð sinni stendur Stefán andspænis fólki sem hann fær engan botn í, á ekkert sameiginlegt með, hefur ekkert að miðla — né það honum. Hann horfir inn í tóm augu þeirra sem hafa glatað öllu, líka munaðarvöru mennskunnar. En hann er með myndavél. Og sem hann stendur þama einsog þvara þokast til hans beinagrind af konu og togar í hönd hans. Þegar hann lítur á hana stillir hún sér upp, þrífur bam sitt tæplega lífs og ber að húðpokanum sem eitt sinn var brjóst hennar. Gefur honum merki að taka mynd. í gegnum ljósopið sér hann skyndilega hvað er fyrir framan hann: Guðsmóðirin — myndin táknræna sem tek- in hefur verið og send um allan heim síð- ustu áratugi í hvert skipti sem hungurvofan hefur nagað samvisku Vesturlandabúa. Þessa mynd áttu þau saman, hann og konan á melnum. Það er með þessa sögu einsog aðrar góðar (og bið ég lesendur að taka frumgerðina fram yfir snubbótta endursögn mína) að hver sem hana heyrir getur túlkað hana með sínum hætti. Sú staðreynd ein segir okkur svolítið um hlutskipti frásagnarbókmennta. Frásögnin er bundin einstaklingum, varð- veitir einstaka upplifun andspænis öllum almennum kenningum. Frásögnin er ekki sannleikurinn, en hún á það sameiginlegt með sannleikanum njóta sín best í hlut- bundnum (konkret) búningi. Þess vegna stefnir skáldsagan í öfuga átt við margt í bókmenntafræðum, þar sem tilhneigingin til að sértaka og útmá séreinkenni vofir ávallt yfir. Þar geta menn smíðað sér kenn- ingar sem verða einsog hakkavélar: Það er alveg sama hverju er hrúgað ofan í þær, alltaf má elda kjötbollur úr farsinu. Frá- sögnin fer öfuga leið. En um leið varpar sagan um móðurina í Súdan nokkru ljósi á hvers vegna frásagn- arlistin hefur misst sakleysi sitt, hvers vegna hún getur ekki bara snúið aftur úr blindgötu módemismans og látið einsog hún hafi aldrei farið neitt. Því jafnvel fólk einsog þústimar svörtu á melnum — sem í bókstaflegri merkingu hrærast á mörkum hins mannlega — spegla sig að einhverju leyti í myndum fjölmiðlanna. Þær myndir eru líktog hálfgagnsætt fortjald milli skynj- unar okkar og umheimsins, en snerting þeirra er upphaf allrar sögu. ( . . . ) frásagnarlistin hefur misst sakleysi sitt ( ... ) hún getur ekki bara snúið aftur úr blindgötu módernismans og látið einsog hún hafi aldrei farið neitt. 19. öldin hefur verð kölluð öld hug- myndafræðinnar, 20. öldin öld boðskipt- anna. „Glæpur" fjölmiðlanna er ekki innræting, heldur sú staðreynd að þeir 50 TMM 1991:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.