Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 58
En Steinunn er ekki væmin: Hún verst viðkvæmni söguefnisins með íróníu og vitsmunum, og minnir að því leyti á þann Flaubert sem skrifaði um ástamál frú Bov- ary forðum daga. Áhugi hennar á ritferlinu sjálfu og mörgum lögum þess kemur skýrt fram í síðustu bók hennar, Síðasta orðinu. Hún er samfelld paródía á þá bók sem þjóð- in skrifar sjálf, eftirmælin. Og um leið kannski hugleiðing um endalok ritmennsk- unnar, slit allra forma. Mörg önnur verk mætti nefna eftir höf- unda sem hafa haslað sér völl á síðustu fimmtán árum. En hér var öðru fremur ætl- unin að leiða hugann að nokkrum dráttum í sagnalist okkar sem sýna lífsmagn frá- sagnarinnar og möguleika. Eins og áður er hægt að greina á milli munnlegrar og skrif- legrar hefðar og flokka höfunda eftir því. En við sjáum líka dæmi um frjóa víxlverk- an: Einar Kárason sver sig í ætt munnlegra sagnamanna, hann er meira að segja farinn að segja þjóðinni hálflognar sögur í útvarp- ið, en samt hefðu verk hans aldrei orðið svona án módernista einsog Guðbergs Bergssonar. Gyrðir Elíasson er ritmálsmað- ur og snýr við hverju orði þegar hann semur verk sín, en þykist samt vera að segja sögur og nálgast talmálið æ meir. Önnur gjá sem höfundamir eru líka stundum að reyna að brúa er bilið milli persónusköpunar og fléttu sem svo mjög hefur sett svip sinn á skáldsagnagerð 20. aldar. Alvöru höfundar vildu lýsa persón- um, kanna sálarlífið alveg fram í upplausn sjálfsins. Fléttan, hin meginstoð allrar frá- sagnar, vareftirlátin afþreyingarhöfundunt, reyfara- og ástarsagnaframleiðendum, ef til vill vegna þess að menn trúðu því að ekki væri hægt að taka sér neitt vitrænt fyrir hendur í þessari skelfilegu veröld. En það liggur eitthvað „samt“ í eðli allrar skáld- sagnagerðar, hún er þrjóskuleg tilraun til að láta einsog lífið hafi merkingu, og drepa tittlinga til lesandans um leið. Þess vegna hefur verið athyglisvert að sjá að sú grein módemismans sem öðru fremur leikur sér að fléttunni, nefna má menn einsog Borges, Calvino og nú síðast Paul Auster, hefur verið eftirspurð að undanfömu. Hér er líka kostur á örlátri víxlverkan, og íslensk skáldsagnagerð hefur tvímælalaust gott af meiri glímu við fléttuna. Að öllu samanlögðu sýnist mér að þeir sem fást við bókmenntir nú þurfi ekki að láta togstreitu módernisma og hefðar ríða sér á slig. Þvert á móti gefst kostur á frjóum átökum við andstæður munnlegrar og skrif- legrar frásagnarhefðar, persónusköpunar og fléttu, hugmyndafræði og veruleika. I þeim átökum getur það tekist í stöku verki að fortjald fjölmiðlanna rifnar og glittir í upphaf allrar frásögu, fund sjálfs og veru- leika. Jafnvel þótt sá fundur muni héðan í frá ekki komast undan veruleikasýn fjöl- miðlanna, einsog Afríkufari vor í upphafi þessarar sögu mátti reyna á eyðilegum mel í Súdan. Við stöndum öll andspænis sömu myndum, en með því að segja frá íklæðum við reynslu hins einstaka orðum. Frásögnin lifir á þessari hluttekningu, í báðum merk- ingum orðsins. Nýlega tók höfundur þátt í svolitlu samsæti á sænskum lýðháskóla. með skáldum og gagnrýn- endum. og skyldi ræða ..stöðu skáldsögunnar á Norðurlöndum á vorum dögum". Ofanskráðar minnisgreinar voru teknar saman af því tilefni. 56 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.