Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 62
hér í Egyptalandi og hún mundi halda áfram annars staðar. Synir Pom- pejusar, Gnaeus og Sextus, höfðu komið sér upp her á Spáni og mundu hefna föður síns. Metellus Scipíó og Cató yngri höfðu safnað saman herliði í Afríku og fengið þar á sitt band gamla refinn hann Júba Númidíukonung. Já, blóðið mundi fljóta enn um sinn. Mars hafði ekki slökkt þorsta sinn. Og einhvers staðar djúpt í brjósti fann hershöfðinginn að hann var sá eini, sem gat slökkt þann þorsta. Hví ól hann þá manninn hér í Egyptalandi, nú á þessum voveiflegu tímum, þegar þörf var fyrir hann annars staðar? Hvers konar framferði var það á þessum tímum að daðra við útlenda drottningu (sem var ekki einu sinni fögur) á lystibátum hennar á lygnu fljóti undir þrúgandi sól, að snerta hennar hvíta, makedónska hörund, að hvísla hið ambögulega makedónska nafn hennar í eyra henni. Kleópatra. Ef til vill var hann hér enn hennar vegna, ef til vill til að sjá með eigin augum hvort sú staðhæfing hennar væri sönn að hún bæri bam hans undir belti. Og hvað með eiginkonu hans Kalpúmíu (ekki var hún nú fögur heldur), sem beið nú óttaslegin í úlfahópi í Róm? Heiður er heiður. Það hæfði ekki miklum hershöfðingjum að skemmta sér til langframa með lagskonum —jafnvel þótt þær væru drottningar—við dans og hljóðfæraslátt gleðimeyja. Slíkt var flagara siður. Honum varð hugsað til Markúsar Antoníusar, þess óforbetranlega flagara, sem núna var staðgengill hans í Róm. Hann léti ábyggilega ekki embættisstörfin íþyngja sér, svo reiðubúinn sem hann alltaf var til að reka sitt rómverska sverð í sérhvert slíður. Honum þætti vafalítið upphefð að drottningu. Þessar hugsanir — sumar ljósar, aðrar óljósar — flögruðu um huga hershöfðingjans, meðan hersveitin silaðist varfærnislega áfram framhjá vökulum, fjandsamlegum augum. Flugumenn Achillasar gátu leynst hvarvetna með rýting í ermi. Hann hló í huga sér að þeirri tilhugsun að falla fyrir rýtingsstungu; nei, auðvitað myndi dauðinn annað hvort vitja hans á vígvelli eða í öldungs hvílu. Núna, þegar Achillas var fallinn, voru stuðningsmenn hans enn heiftúðugri og vafalítið tilbúnir til að skjótast undan skugganum eins og sporðdrekinn og stinga eiturbroddi sínum. Og ekki varð litið hjá þeirri staðreynd að þeir héldu enn Canopus-borg í austri. Ef til vill mundi Antipater—enneinnfláráði útlenski konungurinn — vinna borgina á leið sinni heim til Júdeu, til að sýna Rómverjum að hann væri verðugur rex Iudeorum. Alls staðar sýndarmennska! 60 TMM 1991:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.